Ósátt við Hulk

Hulk Hogan.
Hulk Hogan.

Linda, fyrr­ver­andi eig­in­kona banda­ríska fjöl­bragðaglímukapp­ans Hulks Hog­an, er afar ósátt við að kapp­inn hafi sagt að hann skilji menn sem myrði eig­in­kon­ur sín­ar. Linda sagði skilið við Hog­an árið 2007 vegna meints fram­hjá­halds hans.

„Fram­hjá­hald hans eyðilagði þetta hjóna­band, fjöl­skyld­una og framtíð okk­ar. Því miður minna nýj­ustu um­mæli hans okk­ur á að skil­grein­ing hans á því hvað er sann­gjarnt stang­ast al­gjör­lega á við laga­bók­staf­inn,“ sagði Linda í ný­legu viðtali.

Hog­an sagði ný­verið að hann skildi menn á borð við OJ Simp­son, sem var sýknaður af ákær­um um að hafa myrt eig­in­konu sína og meint­an elsk­huga henn­ar árið 1994.

„Þú býrð í hálfr­ar mílu fjar­lægð frá heim­ili þínu sem þú get­ur ekki farið inn á leng­ur. Þú keyr­ir í gegn­um miðbæ Cle­arwater og sérð nítj­án ára gaml­an pilt keyra Escala­de-bif­reið þína og þú veist að þessi 19 ára gamli pilt­ur sef­ur í rúm­inu þínu með eig­in­konu þinni. Ég skil OJ full­kom­lega,“ sagði Hog­an og bætti því við að Linda eyddi um 40.000 döl­um úr sín­um sjóðum í hverj­um mánuði, en það nem­ur um fimm millj­ón­um króna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Gættu þess að ganga ekki svo hart fram að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Varastu að vera of gagnrýnin en vertu samt óhræddur því innsæi þitt er í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Gættu þess að ganga ekki svo hart fram að þú gefir sjálfum þér aldrei grið. Varastu að vera of gagnrýnin en vertu samt óhræddur því innsæi þitt er í góðu lagi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Torill Thorup
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Arn­ald­ur Indriðason