Furðudýr fljóta í lóninu

Furðudýr í Bláa lóninu.
Furðudýr í Bláa lóninu.

Vet­ur verður kvadd­ur með virkt­um í Bláa lón­inu þegar Íslenski dans­flokk­ur­inn sýn­ir þar verkið Transaquania - Out of the blue síðasta vetr­ar­dag.

All­ir dans­ar­ar dans­flokks­ins taka þátt í upp­setn­ing­unni en höf­und­ar verks­ins eru dans­ar­arn­ir Erna Ómars­dótt­ir og Damien Jalet ásamt lista­kon­unni Gabrí­elu Friðriks­dótt­ur. Frum­sam­in tónlist við verkið er eft­ir reyk­vísk-ástr­alska tón­skáldið Ben Frost og gít­ar- og bassa­leik­ar­ann Valdi­mar Jó­hanns­son.

„Þegar mér bauðst þetta verk­efni fannst mér strax mjög heill­andi hug­mynd að gera eitt­hvað fyr­ir utan leik­hús­vegg­ina. Svo er þetta svæði auðvitað mjög sér­stakt og það blés mér strax í brjóst,“ seg­ir Erna. Hún fékk síðan Jalet og Gabrí­elu til liðs við sig en þau hafa öll unnið sam­an áður og skapa þetta verk í sam­ein­ingu.

„Við köll­um þetta viðburð í lón­inu frek­ar en dans­sýn­ingu því verkið er í vinnslu og verður þróað frek­ar. Hug­mynd­in er að fara á fleiri svona staði, sem sam­eina nátt­úru og iðnað, og þróa verkið. Loka­út­kom­an yrði svo sýnd á sviði á næsta ári. Þessi sýn­ing er aðeins fyrsta skrefið í þessu ferli.“

Leynd­ar­dóm­ur lóns­ins

Spurð út í verkið seg­ir Erna að þau hafi ímyndað sér hvers­kon­ar líf gæti kviknað í lón­inu í sköp­un­ar­ferl­inu. „Það verða allskon­ar ver­ur og furðudýr sem lifna við í lón­inu,“ seg­ir hún leynd­ar­dóms­full en hug­mynd­in að baki verk­inu er að í hinum silki­kennda bláma lóns­ins kvikn­ar líf. Á töfr­andi hátt birt­ast áhorf­and­an­um af­kvæmi hinn­ar dulúðlegu al­kemíu lóns­ins og í ljósa­skipt­un­um tek­ur þró­un­ar­saga þessa nýja og óræða líf­heims á sig ægifagr­ar en um leið ógn­vekj­andi mynd­ir... spenn­andi.

Transaquania - Out of the blue verður sýnt í Bláa lón­inu að kvöldi síðasta vetr­ar­dags, miðviku­dag­inn 22. apríl, og verður aðeins þessi eina sýn­ing.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant