Býður fræga dóttur til sölu

Rubina Ali fór með hlutverk stúlku að nafni Latika í …
Rubina Ali fór með hlutverk stúlku að nafni Latika í Viltu vinna milljarð. Reuters

Blá­fá­tæk­ur faðir hinn­ar níu ára gömlu leik­konu, Ru­bina Ali, sem fór með hlut­verk í ósk­ar­sverðlauna­mynd­inni Viltu vinna millj­arð, hef­ur nú boðið dótt­ur sína „til sölu" fyr­ir 200 þúsund pund eða um 47,5 millj­ón­ir króna.

Faðir Ru­binu, Rafiq Qures­hi, býr í einu af verstu fá­tækra­hverf­um Mumbai, hef­ur gert til­raun til að bjóða dótt­ur sína ólög­lega til ætt­leiðing­ar, að því er fram kem­ur í frétt The In­depend­ent. Hann mun hafa sagt við mann, sem sagðist áhuga­sam­ur um ætt­leiðing­una, að fjöl­skyld­an væri að hugsa um framtíð Ru­binu.

„Við feng­um ekk­ert út úr þess­ar kvik­mynd," sagði Qures­hi. „Þeir létu okk­ur fá svo­lít­inn pen­ing í byrj­un en við höf­um ekk­ert fengið síðan. Við feng­um um 150 þúsund rúpí­ur (um 380 þúsund krón­ur). Þeir töluðu um að láta okk­ur fá hús en hafa bara talað um það."

Qures­hi vísaði gest­in­um til mágs síns sem sagði hon­um að Ru­bina lifði öm­ur­legu lífi með stjúp­móður sinni. Oft­ast dveldi hún hjá sér það sem henni liði ekki vel heima við. „Ef þú hef­ur áhuga á að ætt­leiða hana get­um við rætt það en for­eldr­ar henn­ar vænta þess að fá al­menni­leg­ar fé­bæt­ur fyr­ir. Við erum að tala um 50 þúsund pund (um 9,5 millj­ón­ir króna) svo að þetta geti orðið." Síðan mun verðið hafa hækkað í 200 þúsund pund.

Bróðir hans, Mohiudd­in, mun hafa sagt að barnið væri núna sér­stakt. „Þetta er ekki venju­legt barn. Þetta er Óskars­barn."

Í kvik­mynd­inni seg­ir frá því hvernig einn af fá­tæk­ustu mönn­um Ind­lands vinn­ur ind­versku út­gáf­una af sjón­varps­spurn­inga­keppn­inni Viltu vinna millj­arð. Kvik­mynd­in hef­ur halað inn yfir 35 millj­örðum króna í aðgangs­eyri um all­an heim.

Faðir Ru­binu, Qures­hi sagði að þrátt fyr­ir vel­gengni mynd­ar­inn­ar hafi fjöl­skyld­an aðeins fengið lítið fé fyr­ir. „Líf okk­ar er al­veg eins og því er lýst í mynd­inni. Rík­is­stjórn­in hjálp­ar okk­ur ekki. Við eig­um ekk­ert. Við búum í einu her­bergi þar sem sjö sofa á gólf­inu. Ég þéna 380 - 570 krón­ur á dag. Ég verð því að huga að því hvað sé best fyr­ir mig, fjöl­skyldu mína og framtíð Ru­binu."

Rubina ásamt föður sínum á flugvellinum í Mumbai í febrúar.
Ru­bina ásamt föður sín­um á flug­vell­in­um í Mumbai í fe­brú­ar. Reu­ters
Ásamt leikstjóra myndarinnar Danny Boyle og samleikara sínum Azharuddin Mohammed …
Ásamt leik­stjóra mynd­ar­inn­ar Danny Boyle og sam­leik­ara sín­um Azharudd­in Mohammed Ismail á Óskar­sverðlauna­hátíðinni í fe­brú­ar. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú ert maður til þess að ræða um málin af einlægni og skalt því ekki slá því lengur á frest. Takturinn í daglega lífinu verður hraður í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vatnsberi

Sign icon Þú ert maður til þess að ræða um málin af einlægni og skalt því ekki slá því lengur á frest. Takturinn í daglega lífinu verður hraður í dag.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Lotta Lux­en­burg
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Loka