Kunnur rithöfundur látinn

JG Ballard.
JG Ballard.

Breski rithöfundurinn JG Ballard er látinn, 78 ára að aldri, eftir langvinn veikindi. Ballard er þekktastur fyrir skáldsöguna Empire of the Sun, sem byggði á barnæsku hans í Shanghai í Kína. Bandaríski leikstjórinn Steven Spielberg gerði kvikmynd eftir bókinni árið 1987.

James Graham Ballard fæddist í Shanghai en foreldrar hans voru enskir. Fjölskyldan flutti til Englands árið 1946 eftir að hafa dvalið í fangabúðum Japana í Kína. Ballard hóf rithöfundarferil sinn á að skrifa vísindaskáldsögur og naut talsverðra vinsælda en frægð hans jókst til muna þegar Empire of the Sun var gefin út árið 1984.

Kvikmyndir voru gerðar eftir fleiri sögum hans, þar á meðal Crash, sem kom út árið 1973 og fjallaði um „kynörvun bílslysa". Kanadíski leikstjórinn David Cronenberg kvikmyndaði bókina árið 1996.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar