Madonna datt af baki og meiddist

Madonna.
Madonna. Reuters

Poppstjarnan Madonna meiddist, þó ekki alvarlega þegar hún datt af hestbaki á Long Island í New York í Bandaríkjunum í gær. Að sögn talsmanns söngkonunnar fældist hesturinn þegar ljósmyndari reyndi að ná myndum af Madonnu.

Madonna, sem er fimmtug, var flutt á sjúkrahús í Southampton en fékk að fara heim eftir aðhlynningu. Hún var í heimsókn hjá vinafólki þegar óhappið varð. Hún var með hjálm og annan öryggisbúnað.

Madonna rif- og viðbeinsbrotnaði og handarbrotnaði þegar hún datt af hestbaki árið 2005.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar