Vinsælli en Obama

Susan Boyle syngur fyrir dómarana.
Susan Boyle syngur fyrir dómarana.

Susan Boyle, hin hægláta piparjúnka sem sló í gegn í hæfileikaþættinum Britain's Got Talent, hefur slegið öll met á netinu, en fyrir hálfum sólarhring síðan höfðu hvorki meira né minna en ríflega 66 milljónir manna skoðað myndband hennar á You Tube og öðrum síðum.

Til samanburðar hafa 18,5 milljónir manna fylgst með sigurræðu Obamas á You Tube en á móti kemur að henni var vitaskuld sjónvarpað miklu víðar en þáttur Boyle og með mun meira áhorfi.

Hún hefur engu að síður slegið forsetanum ref fyrir rass á innan við viku því að á You Tube-síðunni einni saman hafa 30 milljónir manna skoðað sigursöng hennar, að því gefnu að hver skoði aðeins einu sinni sem er vitaskuld ónákvæmt.

Annar samanburður er að eftirhermuleikur Tina Fey á Söruh Palin hefur verið skoðaður 34,2 milljón sinnum á sömu síðu, tala sem Boyle mun að líkindum fara fram úr á næstu klukkustundum.

Takist Boyle að koma út plötu á allra næstu vikum ætti hún að eiga fyrir saltinu í grautinn það sem eftir lifir ævinnar og gott betur.

Þá ætti að seljast vel inn á tónleika hennar.

Hver veit nema stjarna sé fædd til frambúðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir