Þagað um geimverurnar

Edgar Mithcell var áður geimfari hjá NASA.
Edgar Mithcell var áður geimfari hjá NASA.

Samsæriskenningasmiðir lögðu við hlustir þegar Edgar Mitchell, sem tók þátt í Apollo 14 leiðangri NASA á tunglið, viðraði þá skoðun sína í dag að geimverur séu til og að sannleikanum um þær sé haldið til hliðar af stjórnvöldum í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum.

Mitchell lét þessi orð falla á fundi National Press Club að lokinni X-Conference, samkundu eldheitra áhugamanna um verur á öðrum hnöttum, sem þar fá tækifæri til að bera saman bækur sínar.

„Aðeins á okkar tímum búum við yfir sönnunargögnum [..]. Nei, við erum ekki ein,“ sagði Mitchell.

Áhugamenn um geimverur hafa lengi vísað til atburðanna í Roswell árið 1947 sem sterkustu sönnun þess að líf sé á öðrum hnöttum.

Samkvæmt túlkun þeirra brotlentu geimverur þar en voru svo fluttar af vettvangi í leynilegri aðgerð Bandaríkjastjórnar.

Mitchell ólst einmitt upp í Roswell og fullyrðir að íbúum bæjarins hafi verið hótað öllu illu ef þeir leystu frá skjóðunni. Það gæti haft „alvarlegar afleiðingar“. 

Taldi hann engan vafa á því að geimverur hefðu heimsótt jörðina.

Vefsíða X-Conference.

Umfjöllun Roswell Daily Record um atburðina í Roswell.
Umfjöllun Roswell Daily Record um atburðina í Roswell.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Forðastu allar skyndiákvarðanir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Hikaðu ekki við að bera hugmyndir undir fólk sem þú treystir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Anna Sundbeck Klav
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Colleen Hoover
5
Patricia Gibney