Lohan snýr sér að karlmönnum

Lindsay Lohan
Lindsay Lohan Reuters

Kvik­mynda­leik­kon­an Lindsay Loh­an er nú sögð hafa snúið sér aft­ur að karl­mönn­um eft­ir að ástar­sam­bandi henn­ar og plötu­snúðar­ins Sam­an­tha Ronson lauk. Er leik­kon­an sögð hafa yf­ir­gefið partí eft­ir sýn­ungu kryddpí­unn­ar Mel B í Las Vegas með óþekkt­um manni á laug­ar­dags­kvöld. 

„Lindsay skemmti sér frá­bær­lega á ‘Peeps­how’. Hún hló og klappaði all­an tím­ann. Í eft­ir­par­tí­inu beindi hún at­hygli sinni að mynd­ar­leg­um ung­um manni sem hún var fljót­lega kynnt fyr­ir. Þau skipt­ust á núm­er­um og voru eft­ir það stöðugt að senda skila­boð á milli sund­laug­ar­bakk­anna,” seg­ir ónefnd­ur heim­ild­armaður breska blaðsins Daily Mirr­or. Þá staðhæf­ir hann að þau hafi yf­ir­gefið par­tíið sam­an. 

Fyr­ir viku þótti leik­kon­an sýna kvik­mynda­leik­ar­an­um Leon­ar­do DiCaprio mik­inn áhuga á næt­ur­klúbbi í Hollywood.

„Um leið og Lindsay sá Leo varð hún eins og bý­fluga sem nálg­ast hun­ang. Þegar hún kom auga á hann í dimmu horni skemmti­staðar­ins fór hún beint til hans. Hún náði hon­um fljótt á ein­tal við sig og tryggði þannig að hún hefði hann út af fyr­ir sig,” seg­ir ónefnd­ur heim­ild­armaður.  

DiCaprio, sem er í sam­bandi við ísra­elsku fyr­ir­sæt­una Bar Refa­eli, mun hins veg­ar hafa hvatt Loh­an kurt­eis­lega eft­ir sam­tal þeirra og farið einn heim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell