Lohan snýr sér að karlmönnum

Lindsay Lohan
Lindsay Lohan Reuters

Kvikmyndaleikkonan Lindsay Lohan er nú sögð hafa snúið sér aftur að karlmönnum eftir að ástarsambandi hennar og plötusnúðarins Samantha Ronson lauk. Er leikkonan sögð hafa yfirgefið partí eftir sýnungu kryddpíunnar Mel B í Las Vegas með óþekktum manni á laugardagskvöld. 

„Lindsay skemmti sér frábærlega á ‘Peepshow’. Hún hló og klappaði allan tímann. Í eftirpartíinu beindi hún athygli sinni að myndarlegum ungum manni sem hún var fljótlega kynnt fyrir. Þau skiptust á númerum og voru eftir það stöðugt að senda skilaboð á milli sundlaugarbakkanna,” segir ónefndur heimildarmaður breska blaðsins Daily Mirror. Þá staðhæfir hann að þau hafi yfirgefið partíið saman. 

Fyrir viku þótti leikkonan sýna kvikmyndaleikaranum Leonardo DiCaprio mikinn áhuga á næturklúbbi í Hollywood.

„Um leið og Lindsay sá Leo varð hún eins og býfluga sem nálgast hunang. Þegar hún kom auga á hann í dimmu horni skemmtistaðarins fór hún beint til hans. Hún náði honum fljótt á eintal við sig og tryggði þannig að hún hefði hann út af fyrir sig,” segir ónefndur heimildarmaður.  

DiCaprio, sem er í sambandi við ísraelsku fyrirsætuna Bar Refaeli, mun hins vegar hafa hvatt Lohan kurteislega eftir samtal þeirra og farið einn heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka