Fegurðardrottning veldur titringi

Kirsten Dalton, Ungfrú Bandaríkin, ásamt Carrie Prejean sem varð í …
Kirsten Dalton, Ungfrú Bandaríkin, ásamt Carrie Prejean sem varð í öðru sæti. Reuters

Fegurðardrottningin Carrie Prejean, sem varð í öðru sæti í keppninni Ungfrú Bandaríkin, segir að ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra, sem hún er mótfallin, hafi kostað hana titilinn.

Prejean, sem var valin Ungfrú Kalifornía, sagði í beinni útsendingu að hún væri á þeirri skoðun að „hjónabandið eigi að vera á milli karls og konu“.

Hjónaband samkynhneigðra er mikið hitamál í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa fjögur ríki leyft slík hjónabönd. Mörg önnur ríki hafa hins vegar samþykkt lög sem banna hjónabönd samkynhneigðra.

Slúðurbloggarinn Perez Hilton sat í dómnefnd og hann spurði fegurðardrottninguna um sitt álit.

„Þetta varð til þess að ég missti af titlinum,“ sagði Prejean eftir keppnina.

Það var svo Kristen Dalton, Ungfrú Norður-Karólína, sem stóð uppi sem sigurvegari.

„Við búum í landi þar sem þú getur kosið hjónaband samkynhneigðra eða hjónaband gagnkynhneigðra,“ segir Prejean í keppninni, en ummælin hafa verið klippt og sett á myndbandavefinn YouTube.

„Ég er þeirrar skoðunar að hjónbandið eigi að vera á milli karls og konu,“ bætti hún síðan við. „Ég vona að engin móðgist, en svona var ég alin upp.“

Áhorfendur í sal bæði klöppuðu og bauluðu á hana í framhaldinu.

Að keppninni lokinni, sem var sýnd sl. sunnudagskvöld í Bandaríkjunum, þá sagði Prejean að hún væri ánægð með að hafa tjáð hug sinn opinskátt. „Ég lét mína skoðun í ljós, var samkvæm sjálfri mér og það er það eina sem ég get gert.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar