Fegurðardrottning veldur titringi

Kirsten Dalton, Ungfrú Bandaríkin, ásamt Carrie Prejean sem varð í …
Kirsten Dalton, Ungfrú Bandaríkin, ásamt Carrie Prejean sem varð í öðru sæti. Reuters

Fegurðardrottningin Carrie Prejean, sem varð í öðru sæti í keppninni Ungfrú Bandaríkin, segir að ummæli sín um hjónaband samkynhneigðra, sem hún er mótfallin, hafi kostað hana titilinn.

Prejean, sem var valin Ungfrú Kalifornía, sagði í beinni útsendingu að hún væri á þeirri skoðun að „hjónabandið eigi að vera á milli karls og konu“.

Hjónaband samkynhneigðra er mikið hitamál í Bandaríkjunum. Nú þegar hafa fjögur ríki leyft slík hjónabönd. Mörg önnur ríki hafa hins vegar samþykkt lög sem banna hjónabönd samkynhneigðra.

Slúðurbloggarinn Perez Hilton sat í dómnefnd og hann spurði fegurðardrottninguna um sitt álit.

„Þetta varð til þess að ég missti af titlinum,“ sagði Prejean eftir keppnina.

Það var svo Kristen Dalton, Ungfrú Norður-Karólína, sem stóð uppi sem sigurvegari.

„Við búum í landi þar sem þú getur kosið hjónaband samkynhneigðra eða hjónaband gagnkynhneigðra,“ segir Prejean í keppninni, en ummælin hafa verið klippt og sett á myndbandavefinn YouTube.

„Ég er þeirrar skoðunar að hjónbandið eigi að vera á milli karls og konu,“ bætti hún síðan við. „Ég vona að engin móðgist, en svona var ég alin upp.“

Áhorfendur í sal bæði klöppuðu og bauluðu á hana í framhaldinu.

Að keppninni lokinni, sem var sýnd sl. sunnudagskvöld í Bandaríkjunum, þá sagði Prejean að hún væri ánægð með að hafa tjáð hug sinn opinskátt. „Ég lét mína skoðun í ljós, var samkvæm sjálfri mér og það er það eina sem ég get gert.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir