Fegurðardrottning veldur titringi

Kirsten Dalton, Ungfrú Bandaríkin, ásamt Carrie Prejean sem varð í …
Kirsten Dalton, Ungfrú Bandaríkin, ásamt Carrie Prejean sem varð í öðru sæti. Reuters

Feg­urðardrottn­ing­in Carrie Prej­e­an, sem varð í öðru sæti í keppn­inni Ung­frú Banda­rík­in, seg­ir að um­mæli sín um hjóna­band sam­kyn­hneigðra, sem hún er mót­fall­in, hafi kostað hana titil­inn.

Prej­e­an, sem var val­in Ung­frú Kali­forn­ía, sagði í beinni út­send­ingu að hún væri á þeirri skoðun að „hjóna­bandið eigi að vera á milli karls og konu“.

Hjóna­band sam­kyn­hneigðra er mikið hita­mál í Banda­ríkj­un­um. Nú þegar hafa fjög­ur ríki leyft slík hjóna­bönd. Mörg önn­ur ríki hafa hins veg­ar samþykkt lög sem banna hjóna­bönd sam­kyn­hneigðra.

Slúður­blogg­ar­inn Perez Hilt­on sat í dóm­nefnd og hann spurði feg­urðardrottn­ing­una um sitt álit.

„Þetta varð til þess að ég missti af titl­in­um,“ sagði Prej­e­an eft­ir keppn­ina.

Það var svo Kristen Dalt­on, Ung­frú Norður-Karólína, sem stóð uppi sem sig­ur­veg­ari.

„Við búum í landi þar sem þú get­ur kosið hjóna­band sam­kyn­hneigðra eða hjóna­band gagn­kyn­hneigðra,“ seg­ir Prej­e­an í keppn­inni, en um­mæl­in hafa verið klippt og sett á mynd­banda­vef­inn YouTu­be.

„Ég er þeirr­ar skoðunar að hjón­bandið eigi að vera á milli karls og konu,“ bætti hún síðan við. „Ég vona að eng­in móðgist, en svona var ég alin upp.“

Áhorf­end­ur í sal bæði klöppuðu og bauluðu á hana í fram­hald­inu.

Að keppn­inni lok­inni, sem var sýnd sl. sunnu­dags­kvöld í Banda­ríkj­un­um, þá sagði Prej­e­an að hún væri ánægð með að hafa tjáð hug sinn op­in­skátt. „Ég lét mína skoðun í ljós, var sam­kvæm sjálfri mér og það er það eina sem ég get gert.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Notaðu daginn til þess að ræða við fulltrúa stjórnvalda og embættismenn í dag. Vandamál hafa gert vart við sig en þú ert að ná tökum á aðstæðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Notaðu daginn til þess að ræða við fulltrúa stjórnvalda og embættismenn í dag. Vandamál hafa gert vart við sig en þú ert að ná tökum á aðstæðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Jill Man­sell
2
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
3
Birgitta H. Hall­dórs­dótt­ir
4
Col­leen Hoo­ver
5
Sofie Sar­en­brant