Jóhanna söng fyrir rússneska sendiherrann

Jóhanna Guðrún bar sigur úr býtum í undankeppninni.
Jóhanna Guðrún bar sigur úr býtum í undankeppninni. mbl.is/Eggert

Victor I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi, tók fyrr í þessum mánuði á móti söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, sem mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Þetta kemur fram á vef rússneska utanríkisráðuneytisins.

Þar segir að Jóhanna Guðrún, sem hafi aldrei komið til Rússlands, undirbúi sig nú af krafti fyrir ferðina til Moskvu, þar sem keppnin fer fram í ár. 

Jóhanna Guðrún kveðst vera full tilhlökkunar og að hún muni leggja sig fram við að vera góður fulltrúi Íslands í keppninni.

Þá svaraði sendiherrann spurningum Jóhönnu Guðrúnnar um Rússland. 

Jóhann tók svo lagið fyrir viðstadda og söng framlag Íslands í keppninni í ár „Is it True?“. Síðan bætti Jóhanna Guðrún við að unnið sé að því að taka upp lagið á rússnesku, sem hún vildi færa rússnesku þjóðinni að gjöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Sarah Morgan
5
Torill Thorup