Jóhanna söng fyrir rússneska sendiherrann

Jóhanna Guðrún bar sigur úr býtum í undankeppninni.
Jóhanna Guðrún bar sigur úr býtum í undankeppninni. mbl.is/Eggert

Victor I. Tatarintsev, sendiherra Rússlands á Íslandi, tók fyrr í þessum mánuði á móti söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, sem mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva. Þetta kemur fram á vef rússneska utanríkisráðuneytisins.

Þar segir að Jóhanna Guðrún, sem hafi aldrei komið til Rússlands, undirbúi sig nú af krafti fyrir ferðina til Moskvu, þar sem keppnin fer fram í ár. 

Jóhanna Guðrún kveðst vera full tilhlökkunar og að hún muni leggja sig fram við að vera góður fulltrúi Íslands í keppninni.

Þá svaraði sendiherrann spurningum Jóhönnu Guðrúnnar um Rússland. 

Jóhann tók svo lagið fyrir viðstadda og söng framlag Íslands í keppninni í ár „Is it True?“. Síðan bætti Jóhanna Guðrún við að unnið sé að því að taka upp lagið á rússnesku, sem hún vildi færa rússnesku þjóðinni að gjöf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir