Byggði fjall úr byggingakrönum

Íslenska efnahagsundrið breyttist skyndilega í haust í efnahagshrunið og fór það væntanlega ekki fram hjá neinum. Útskriftarnemar við Listaháskóla Íslands fóru ekki varhluta af breyttu landslagi í íslensku efnahagslífi og sést það í verkum sem sýnd eru á útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands. Byggingakranar fá nýtt hlutverk og verða að fjalli í verki Unu Baldvinsdóttur sem er að útskrifast úr myndlistardeild LHÍ en hún veltir fyrir sér hvort þetta sé ný ásýnd höfuðborgarsvæðisins.

María Markovic, nemi í vöruhönnun, reynir með öllum sínum þunga að fá að komast í heimsókn en hún hefur hannað dyrabjöllu sem nefnist „Maríubjallan."

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands opnar á Kjarvalsstöðum á morgun klukkan 14 og er aðgangur ókeypis. Alls sýna 22 útskriftarnemar í myndlistardeild og 47 útskriftarnemar í hönnunar- og arkitektúrdeild skólans  verk sín á sýningunni. Sýningin stendur yfir til 3. maí.

Nánar verður fjallað um sýninguna í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir