Bandaríska söngkonan Lady Gaga er afar mótfallin því að fólk kalli sig sínu rétta nafni. Gaga, sem heitir í raun Stefani Joanne Angelina Germanotta, fékk sviðsnafnið fyrir fjórum árum, þegar hún var 19 ára gömul. Í dag svarar hún engum öðrum nöfnum.
„Lady Gaga var gælunafn sem umboðsmaður minn gaf mér, og það festist við mig. Ég var orðin dauðþreytt á því að fólk kallaði mig 800 mismunandi nöfnum á hverjum degi. Þannig að ég sagði fólki bara að kalla mig Gaga, þá er svo miklu auðveldara að vita hvenær fólk er að tala við mann,“ segir söngkonan skrautlega.