Hjörleifur fékk íslensku þýðingarverðlaunin

Hjörleifur Sveinbjörnsson tók við verðlaununum úr hendi Óalfs Ragnars Grímssonar, …
Hjörleifur Sveinbjörnsson tók við verðlaununum úr hendi Óalfs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands. mbl.is/Ómar

Hjörleifur Sveinbjörnsson hlaut í dag íslensku þýðingarverðlaunin 2009 fyrir þýðingu sína sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum, Apakóngur á Silkiveginum.  JPV er útgefandi að verkinu. Verðlaunin voru afhent að Gljúfrasteini en þetta er í fimmta sinn sem verðlaunin eru afhent.

Í rökstuðningi dómnefndar segir að verkið hafi að geyma brot úr nokkrum þekktustu bókmenntaverkum Kínverja frá fjórtándu öld fram til fjórða áratugar tuttugustu aldar. Um sé að ræða brot úr stórum skáldsögum sem og smásögur og draugasögur.

„Þessi rit eru mikilvægur þáttur í kínverskri menningararfleifð sem kínverskur almenningur kannast almennt vel við. Frásagnir þeirra hafa mikil áhrif á kínversk viðhorf og menningu og margir nútímarithöfundar Kínverja hafa sótt til þeirra efnivið auk þess sem þær hafa lagt til efni í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hjörleifur Sveinbjörnsson þýðir hinn forna texta jafnt sem yngri sögurnar á afar vandaða og aðgengilega íslensku. Texti Hjörleifs er aðdáanlega tilgerðarlaus og víða bregður fyrir skemmtilegum íslenskum nýyrðum sem styðja vel við þann anda og boðskap sem sögurnar leitast við að miðla,“ segir í áliti dómnefndar.

Ennfremur segir að Hjörleifur skrifi fróðlegan formála að verkinu og hnitmiðaða kynningartexta á undan hverri sögu. Þannig auðveldi hann íslenskum nútímalesendum leiðina inn í heim kínverskar frásagnarlistar og opni fyrir þeim framandi og heillandi veröld.

Dómnefnd skipuðu þær Soffía Auður Birgisdóttir, formaður, Sigríður Harðardóttir og Marta Guðrún Jóhannesdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir