Hommi inn við beinið

Lady GaGa
Lady GaGa DARRIN ZAMMIT LUPI

Söng­kon­an skraut­lega Lady Gaga seg­ir að sér líði eins og að innra með sér sé sam­kyn­hneigður karl­maður sem þrái að kom­ast út og að það sé „hon­um“ að kenna hvernig hún hagi sér. Gaga var á dög­un­um spurð út í sér­stak­an klæðaburð sinn og hafði þá þetta að segja: „Ég held að það megi færa rök fyr­ir því að ég sé hommi fast­ur í kven­manns­lík­ama og þess vegna klæði ég mig svona skraut­lega en fyrst og fremst er þetta móður minni að þakka. Hún er með frá­bær­an klæðasmekk og er bæði sterk og sjálf­stæð kona. Þegar hún var að gera sig til sat ég á kló­sett­set­unni og fylgd­ist með henni og hún leyfði mér stund­um að hjálpa sér.“ Lady Gaga er ekki fyrsta söng­kon­an til að halda því fram að hún sé sam­kyn­hneigður karl­maður í kven­manns­lík­ama því Kryddpí­an Victoria Beckham lýsti því yfir á sín­um tíma að hún ætti meira skylt við sam­kyn­hneigða menn en sitt eigið kyn. Þá sagði hún m.a.: „Ég elska kon­ur. Ég kann vel við þær sem vini en ég elska líka homma. Ég segi stund­um við sjálfa mig: Það er hommi innra með þér sem vill ólm­ur kom­ast út.“ Og þar höf­um við það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðkvæm vandamál koma upp og krefjast allrar þinnar athygli. Hlustaðu og taktu þátt í samræðum en ekki lofa neinu upp í ermarnar á þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir