Poppgoð í kreppu

Elton John í vinnunni
Elton John í vinnunni Reuters

Helstu popptónlistarmenn Breta hafa farið illa út úr kreppunni ef marka má lista sem vefsíða Sunday Times birtir að hluta á morgun. Auðæfi Elton John hafa skroppið saman um 26% frá því á síðasta ári eða úr rúmum 45 milljörðum íslenskra króna í rúma 29 milljarða.

Auðæfi fyrrum bítilsins Paul McCartneys hafa skroppið saman um rúma 11 milljarða á liðnum 12 mánuðum vegna lækkandi fasteigna- og hlutabréfaverðs.

Robbie Williams hefur einnig orðið illa úti skv. Sunday Times en hann hefur tapað tæpum fimm milljörðum og á nú rúma 15 milljarða punda. Þá hafa eignir Tom Jones skroppið saman um 24% og eignir Cliff Richards um fimmtung.

Aðdáendur Beckham-hjónanna geta hinsvegar glaðst með goðum sínum þar sem auður þeirra hefur haldist nokkuð stöðugur í tæpum 24 milljörðum króna. Listinn verður birtur í heild sinni á sunnudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir