Íslenskt skyr í boði hjá heimsfrægu veitingahúsi

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. Baldur Arnarson

Radísur frá Limafirði framreiddar með þangi og eggjarauðum er einn þeirra rétta sem veitingastaðurinn Noma í Kaupmannahöfn býður nú upp á. Staðurinn var nýverið valinn sá þriðji besti í heimi.

„Ég mæli hiklaust með staðnum", segir Helga Hjörvar. Hún er forstjóri menningarhússins Norðurbryggjunnar í Kaupmannahöfn, en Noma er staðsett í sama húsi. Helga segist þó ekki fara oft á staðinn, enda er margra vikna bið eftir borði á Noma.

„Hádegisverðurinn byrjar á eggi sem er reykt í hálmi. Eggið er síðan borið fram í postulínseggjum og látið liggja á hálmmottu" segir Helga.

Hún segist einnig hafa smakkað bæði þurrkaðan hafra- og sagógrjónagraut, borinn fram sem snakk. Þá er einnig hægt að fá íslenskt skyr og lífrænt ræktað bygg frá Íslandi á veitingastaðnum.

Helga segir að veitingamenn Noma hafi verið þeir fyrstu til að tileinka sér mat frá Norðurlöndunum. Þeir hafi í upphafi þótt djarfir enda vinsælla að bera fram mat á ítalska eða franska vísu á þeim tíma.

Kokkurinn René Redzepi

Matreiðslumeistarinn René Redzepi var aðeins 25 ára þegar hann opnaði veitingastaðinn Noma árið 2003. Hann vakti þó nokkra athygli í fyrra þegar hann hellti sér yfir starfsmenn sína fyrir framan myndavélar danska ríkissjónarpsins. Í dag þakkar þó kokkurinn góðu starfsfólki þann árangur sem staðurinn hefur náð.

Hann segir í viðtali við Politiken að galdurinn á bak við matseldina snúist um 'gou de terroir' eða góða bragðið sem finnst í nánasta umhverfi. Þannig sé til dæmis lamb sem lifað hefur á mosa uppi á fjalli í nágrannaríkinu Noregi, mun betri en djúpfryst lamb frá Nýja Sjálandi.

Íslensk list græðir á Noma

Vinsældir Noma hafa skilað sér í aukinni fjölmiðlaathygli og aðsókn á menningasetrið Norðurbryggjunni, en í setrinu er rekin margvísleg menningarstarfsemi tengd Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

Menningarsetrið fær einnig hluta af hagnaði matsölustaðarins og þannig efla vinsældir staðarins menningarviðburði Bryggjunnar. Þá má einnig geta þess að Noma sér um veitingarnar sem eru á kaffihúsi menningarsetursins.

Meðal íslenskra listamanna sem sýnt hafa verk sín í Bryggjunni, eru þeir Helgi Þorgils Friðjónsson og Erró.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir