Djúpið til Edinborgar

Íslenska útgáfan Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu í Djúpinu, …
Íslenska útgáfan Ingvar E. Sigurðsson í hlutverki sínu í Djúpinu, sem verður frumsýnt hér í lok maí.

Einleikurinn Djúpið eftir Jón Atla Jónasson, sem var frumsýndur í Skotlandi í byrjun mánaðarins, hefur verið valinn sem eitt verka í jaðarhluta leiklistarhátíðarinnar í Edinborgar, Edinburgh Fringe, sem haldin verður í byrjun ágúst. Undanfarnar vikur hefur verkið verið flutt víða í Skotlandi í leikstjórn Skotans Graeme Maley, en með aðalhlutverkið, og eina hlutverkið, fer annar Skoti, Liam Brennan.

Jón Atli vill ekki gera of mikið úr því að aðstandendum verksins hafi verið boðið að flytja það á Edinborgarhátíðinni, enda sé hátíðin öllum opin í sjálfu sér.

„Þetta er þó skemmtilegt ævintýri og gott að fá inni í góðum sal,“ segir hann og samsinnir því þó að það sé ákveðin viðurkenning á gæðum verks að vera valið þangað inn, en einn úr framkvæmdanefnd hátíðarinnar sá Djúpið og óskaði eftir því að fá það á hátíðina í framhaldinu.

Sagði bara til hamingju

Að sögn Jóns Atla verða engar breytingar gerðar á verkinu fyrir sýninguna, það sé gott eins og það er, „en staðsetningin gefur kannski einhverja möguleika hvað varðar lýsingu og sviðsmynd. Ég á þó ekki von á miklum breytingum, þetta er hrá og fín uppsetning og hvílir algerlega á herðum Maleys og hann gerir þetta vel,“ segir Jón Atli, sem verður á ferð úti til að svara þeim fyrirspurnum sem kunni að berast í kjölfar sýningarinnar og eins „að sjá strákana gera þetta“, eins og hann orðar það. „Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þetta verði ekki í lagi, ég sá það frá fyrstu æfingu að hann væri alveg með þetta og sagði ekki neitt, sagði bara til hamingju.“

Eins og fram kemur hefur verkið verið sýnt víða á Skotlandi undanfarið og Jón Atli segir að það hafi almennt fengið fínar viðtökur og góðar umsagnir, enda skilji áhorfendur í skoskum sjávarþorpum verkið eflaust mjög vel í ljósi þess hve þeir eiga mikið sameiginlegt með íbúum fiskiþorpa á Íslandi; þeir hafi glímt við sama veruleika og sömu erfiðleika í gegnum tíðna. „Reynsluheimur þeirra er svo svipaður, þetta er svo svipuð menning, þetta eru nágrannar okkar að vissu leyti.“

Djúpið, The Deep, verður sýnt í Assembly Rooms-salnum í Edinborg á Edinburgh Fringe-hátíðinni í ágúst. Þess má svo geta að verkið verður frumsýnt hér á landi í íslenskum búningi í Borgarleikhúsinu í lok maí með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki.

Í hnotskurn

  • Djúpið byggist á eintali sjómanns sem fastur er í sökkvandi skipi.
  • Leikritið er byggt á frásögnum af skipsvoðum við Ísland á 20. öld.
  • Verkið er flutt á skoskri gelísku í þýðingu leikstjórans.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir