Allar líkur eru á því að kvikmyndaleikstjórinn David Lynch komi hingað til lands um mánaðamótin til að halda fyrirlestur um „Transcendental Meditation“ sem þýða má sem innhverfa íhugun.
Vitað er að Sigurjón Sighvatsson hefur lengi unnið að því að fá David Lynch hingað til lands til að kynna þessa hugmyndafræði fyrir Íslendingum en Lynch hefur um langa hríð haft mikinn áhuga á Íslandi og er skemmst að minnast þess að í sjónvarpsþáttunum Twin Peaks sem nutu gríðarlegra vinsælda í upphafi tíunda áratugarins, komu Íslendingar við sögu.
Nánar er fjallað um komu Lynch til íslands í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins.