Söngkonan Rihanna hefur óskað eftir því við lögregluna í Los Angeles að hún skila henni aftur skartgripum sem lögregla lagði hald á í tengslum við meinta árás sem söngkonan varð fyrir af hálfu unnustans, Chris Brown. Meðal annars tók lögregla eyrnalokka og þrjá hringa söngkonunnar vegna rannsókn málsins.
Skartgripina hafði Rihanna fengið að láni hjá verslun fyrir Grammy-verðlaunahátíðina en þau skötuhjú voru á leiðinni á hátíðina er Brown missti stjórn á skapi sínu og réðst á unnustu sína þannig að það stórsá á henni. Var hann handtekinn í kjölfarið en látinn laus síðar. Er honum gert að mæta fyrir dómara þann 29. apríl nk.
Eru skartgripirnir metnir á rúmlega 1,4 milljarða dala, samkvæmt frétt BBC.