Branagh fékk verðlaun fyrir Wallander

Kenneth Branagh.
Kenneth Branagh.

Breski leikarinn og leikstjórinn Kenneth Branagh var meðal verðlaunahafa þegar bresku Bafta verðlaunin voru veitt fyrir sjónvarpsefni í kvöld. Branagh fékk verðlaunin fyrir sjónvarpsþáttaröð um sænska lögreglumanninn Kurt Wallander, sögupersónu Hennings Mankells, en Branagh framleiddi þættina og lék aðalhlutverkið.

Branagh er m.a. þekktur fyrir uppfærslur sínar á leikritum Shakespeares og hann fékk Bafta-verðlaun fyrir 20 árum fyrir kvikmynd, sem gerð var eftir leikritinu Henry V.

Branagh þakkaði breska ríkisútvarpinu BBC fyrir að fjármagna þættina um Wallander. „Þeir tóku áhættu þegar þeir veltu því fyrir sér hvort umheimurinn hefði áhuga á erfiðu lífi dapurs Norðurlandabúa en vegna þess að ég hef varið hálfri ævinni í að túlka slíkt þá var þetta mér ekkert sérlega erfitt," sagði Branagh og vísaði til þess að hann hefur oft leikið Hamlet Danaprins.

Náttúrufræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn David Attenborough, sem orðinn er 82 ára, var verðlaunaður fyrir þætti sína um skriðdýr, Líf með köldu blóði, sem m.a. hafa verið sýndir í Sjónvarpinu. Þetta er í áttunda skipti sem Attenborough fær Bafta-verðlaun fyrir dýralífsþætti.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir