Eftir Katrínu Tinnu Gauksdóttur, nema í fjölmiðlun við Blaðamannaháskólann í Árósum.
Mikil hátíðarhöld standa yfir hjá Grand Hótel í Reykjavík, en hótelið heldur nú upp á pólska daga. Hátíðin byrjaði í morgun með pólskum teiknimyndum og mættu um 150 börn á leikskólaaldri á viðburðinn.
Dagskráin heldur áfram í kvöld en þá býður hótelið upp á pólskar kvikmyndir. Í vikunni mun svo listakokkurinn Robert Maklowicz sjá um matseld hótelsins en hann er þekktur sjónvarpskokkur í Póllandi.
„Hann er komin hingað til að sjá um matseðilinn, ásamt því að taka upp þrjár stuttmyndir um íslenska matargerð og hráefni," segir Ingólfur Einarsson, aðstoðarhótelstjóri Grand Hótel.
Dagskrá vikunnar á ensku og pólsku.