Pólsk hátíð í Reykjavík

Mikil hátíðarhöld standa yfir hjá Grand Hótel í Reykjavík, en hótelið heldur nú upp á pólska daga. Hátíðin byrjaði í morgun með pólskum teiknimyndum og mættu um 150 börn á leikskólaaldri á viðburðinn.

Dagskráin heldur áfram í kvöld en þá býður hótelið upp á pólskar kvikmyndir. Í vikunni mun svo listakokkurinn Robert Maklowicz sjá um matseld hótelsins en hann er þekktur sjónvarpskokkur í Póllandi.

„Hann er komin hingað til að sjá um matseðilinn, ásamt því að taka upp þrjár stuttmyndir um íslenska matargerð og hráefni," segir Ingólfur Einarsson, aðstoðarhótelstjóri Grand Hótel.

Dagskrá vikunnar á ensku og pólsku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar