Hákon Már Örvarsson eldar í Kanada

Hákon Már Örvarsson er talinn einn flinkasti matreiðslumeistari landsins.
Hákon Már Örvarsson er talinn einn flinkasti matreiðslumeistari landsins. Árni Sæberg

Hákon Már Örvarsson, margverðlaunaður meistari, mun matreiða í Winnipeg í Kanada síðar í vikunni á Wow! Hospitality veitingahúsinu og Terrace Fifty-Five.

Á vef Winnipeg Free Press kemur fram að Hákon muni frá fimmtudegi til sunnudags elda frumlega rétti sína í félagi við yfirmatreiðslumenn beggja staða. Tekið er fram að ferð Hákons til Winnipeg sé að frumkvæði skipuleggjenda Iceland Naturally markaðsherferðarinnar. 

Árið 2001 hlaut Hákon bronsverðlaunin í matreiðslukeppninni frægu Bocuse d´Or. Hákon nam matreiðslu í heimabæ sínum, Akureyri, og var yfirmatreiðslumaður á Hótel Holti um tíma áður en hann gerðist fyrst matreiðslumaður og síðan yfirmatreiðslumaður á hinu þekkta veitingahúsi Leu Linster í Luxembor. Hann hefur einnig starfað sem yfirmatreiðslumeistari hjá Vox.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach