Heiðarskóli í Reykjanesbæ fór með sigur af hólmi í skólahreysti en úrslit keppninnar fóru fram í Laugardalshöll í kvöld og voru sýnd beint í Sjónvarpinu. Foldaskóli varð annar með 46 stig og Háteigsskóli varð í þriðja sæti með 45,5 stig.
Íslandsmet voru sett í þremur af sex keppnisgreinum í kvöld og setti lið Heiðarskóla tvö þeirra.
Jón Jósep Snæbjörnsson var kynnir. Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, afhenti verðlaunin en Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, setti mótið í kvöld.