Bad-búningur boðinn upp

Jackson í leðurjakkanum.
Jackson í leðurjakkanum.

Búningurinn sem konungur poppsins, Michael Jackson, klæddist í myndbandinu við lagið „Bad“ frá árinu 1987 verður boðinn upp í Kaliforníu í dag og er reiknað með að hann fari á rúmar 6,6 milljónir íslenskra króna.

 Búningurinn sem samanstendur af svörtum leðurjakka og buxum auk 11 gullmerkja og annars silfurskrauts er þekktur um allan heim og ljóst að margur Jackson-aðdáandinn myndi gefa mikið fyrir að klæðast dýrðinni sem hefur staðið vannýtt inni í skáp í meira en 20 ár.

Myndbandinu við „Bad“var leikstýrt af engum öðrum en Martin Scorsese og fram kemur þar ungur maður að nafni Wesley Snipes sem síðar varð heimsfrægur leikari.

Á meðal annarra hluta sem boðnir verða upp í dag má nefna sundbol Marilyn Monroe, fjólubláan galla sem eitt sinn var í eigu Eltons Johns og aðra smáhluti úr dánarbúum Elvis Presley, Jimi Hendrix og Johns Lennons.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir