Brattur á brettinu

Halldór Helgason tekur við verðlaunafénu í Noregi. Andreas Wiig afhenti …
Halldór Helgason tekur við verðlaunafénu í Noregi. Andreas Wiig afhenti það sjálfur.

Hall­dór Helga­son, 18 ára pilt­ur úr Hörgár­byggð í Eyjaf­irði, sigraði á dög­un­um á sterku snjó­bretta­móti í Gei­lo í Nor­egi; hafði þar bet­ur í ein­vígi við tvo mjög þekkta kappa og hlaut 100.000 norsk­ar krón­ur í sig­ur­laun. Það eru tæp­ar tvær millj­ón­ir ís­lenskra króna.

Hall­dór fetaði aðeins níu ára í fót­spor eldri bróður­ins, Ei­ríks, sem einnig hef­ur getið sér gott orð á snjó­bretti. Báðir hafa verið meira og minna er­lend­is síðustu ár og Hall­dór stund­ar nú nám við snjó­bretta­skóla í Svíþjóð þótt mest­ur tím­inn fari raun­ar í flakk um heim­inn ásamt kvik­mynda­töku­mönn­um. Þær upp­tök­ur eru fyr­ir kvik­mynd sem vænt­an­lega verður tek­in til sýn­ing­ar í haust.

Hann seg­ir starfið draumi lík­ast. Í vet­ur hef­ur Hall­dór verið við stökk og mynda­tök­ur í Ástr­al­íu, Aust­ur­ríki, Sviss, Kan­ada, Banda­ríkj­un­um, Nor­egi, Þýskalandi og hér heima á Íslandi.

Mótið í Nor­egi er kennt við Andreas Wiig, goðsögn í snjó­bretta­heim­in­um, og hann var ein­mitt einn kepp­enda. Það að sigra slík­an kappa þykir glæsi­legt af­rek. Ann­ar fræg­ur, Tor­stein Horg­mo, keppti á mót­inu og laut í lægra haldi fyr­ir Hall­dóri. Bæði Horg­mo og Wiig hafa sigrað á X-leik­un­um í Asp­en í Banda­ríkj­un­um, stærstu snjó­bretta­keppni í heim­in­um ár­lega, en þangað er aðeins þeim bestu boðið.

Hall­dór sigraði á mót­inu í Nor­egi með glæsi­legu tvö­földu helj­ar­stökki aft­ur á bak með tvö­faldri skrúfu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Síminn hringir, þú færð í sífellu skilaboð og aðrar tilkynningar sem trufla einbeitinguna. Jafnvel hálftíma einvera er nóg til þess að rétta kjölinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Bogmaður

Sign icon Síminn hringir, þú færð í sífellu skilaboð og aðrar tilkynningar sem trufla einbeitinguna. Jafnvel hálftíma einvera er nóg til þess að rétta kjölinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir