Brattur á brettinu

Halldór Helgason tekur við verðlaunafénu í Noregi. Andreas Wiig afhenti …
Halldór Helgason tekur við verðlaunafénu í Noregi. Andreas Wiig afhenti það sjálfur.

Halldór Helgason, 18 ára piltur úr Hörgárbyggð í Eyjafirði, sigraði á dögunum á sterku snjóbrettamóti í Geilo í Noregi; hafði þar betur í einvígi við tvo mjög þekkta kappa og hlaut 100.000 norskar krónur í sigurlaun. Það eru tæpar tvær milljónir íslenskra króna.

Halldór fetaði aðeins níu ára í fótspor eldri bróðurins, Eiríks, sem einnig hefur getið sér gott orð á snjóbretti. Báðir hafa verið meira og minna erlendis síðustu ár og Halldór stundar nú nám við snjóbrettaskóla í Svíþjóð þótt mestur tíminn fari raunar í flakk um heiminn ásamt kvikmyndatökumönnum. Þær upptökur eru fyrir kvikmynd sem væntanlega verður tekin til sýningar í haust.

Hann segir starfið draumi líkast. Í vetur hefur Halldór verið við stökk og myndatökur í Ástralíu, Austurríki, Sviss, Kanada, Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi og hér heima á Íslandi.

Mótið í Noregi er kennt við Andreas Wiig, goðsögn í snjóbrettaheiminum, og hann var einmitt einn keppenda. Það að sigra slíkan kappa þykir glæsilegt afrek. Annar frægur, Torstein Horgmo, keppti á mótinu og laut í lægra haldi fyrir Halldóri. Bæði Horgmo og Wiig hafa sigrað á X-leikunum í Aspen í Bandaríkjunum, stærstu snjóbrettakeppni í heiminum árlega, en þangað er aðeins þeim bestu boðið.

Halldór sigraði á mótinu í Noregi með glæsilegu tvöföldu heljarstökki aftur á bak með tvöfaldri skrúfu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar