Fágað popp fyrir ekki neitt

Chris Martin, söngvari Coldplay.
Chris Martin, söngvari Coldplay. Reuters

Hin vandaða poppsveit Coldplay hyggst gefa öllum þeim sem mæta á tónleika sveitarinnar í sumar geislaplötu. Um hljómleikaplötu er að ræða og nefnist hún hinu mjög svo flippaða nafni LeftRightLeftRightLeft.

Góðverk þetta verður sett í gang frá og með 15. maí en þá leikur Coldplay á opnunartónleikum Ameríkuleggjar heimsreisu sinnar. Viðburðurinn fer fram í West Palm Beach á Flórída.

„Að spila á hljómleikum er það sem nærir hjarta okkar og anda,“ sagði Chris Martin glaðbeittur þegar hann var spurður hvað ylli þessu örlæti.

„Platan er nokkurs konar þakklætisvottur til handa aðdáendum okkar; fólkinu sem gerir það að verkum að við stöndum í þessu á annað borð.“

Coldplay verður á ferð og flugi um gervallan heiminn út þetta árið. Gangi henni vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar