Fágað popp fyrir ekki neitt

Chris Martin, söngvari Coldplay.
Chris Martin, söngvari Coldplay. Reuters

Hin vandaða poppsveit Coldplay hyggst gefa öllum þeim sem mæta á tónleika sveitarinnar í sumar geislaplötu. Um hljómleikaplötu er að ræða og nefnist hún hinu mjög svo flippaða nafni LeftRightLeftRightLeft.

Góðverk þetta verður sett í gang frá og með 15. maí en þá leikur Coldplay á opnunartónleikum Ameríkuleggjar heimsreisu sinnar. Viðburðurinn fer fram í West Palm Beach á Flórída.

„Að spila á hljómleikum er það sem nærir hjarta okkar og anda,“ sagði Chris Martin glaðbeittur þegar hann var spurður hvað ylli þessu örlæti.

„Platan er nokkurs konar þakklætisvottur til handa aðdáendum okkar; fólkinu sem gerir það að verkum að við stöndum í þessu á annað borð.“

Coldplay verður á ferð og flugi um gervallan heiminn út þetta árið. Gangi henni vel.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir