Fjölmenni kynnir sér innhverfa íhugun

Gríðarlegur fjöldi er í Háskólabíó.
Gríðarlegur fjöldi er í Háskólabíó. Morgunblaðið/hag

Gríðarlegur fjöldi fólks er saman kominn í Háskólabíó til að kynna sér hugmyndir bandaríska leikstjórans David Lynch um innhverfa íhugun. Lynch hyggst „færa íslensku þjóðinni heilbrigði, sköpunarmátt, velmegun og frið með innhverfri íhugun“ eins og segir í fréttatilkynningu. Fullt er út úr dyrum og setið í anddyrinu

Innhverf íhugun eða Transcendental Meditation (TM) er tiltölulega einföld hugleiðslutækni sem var kynnt Vesturlandabúum af Maharishi Mahesh Yogi á sjöunda áratugnum. Frægustu nemar hans voru án efa Bítlarnir en einnig nam Mike Love út Beach Boys hjá Yogi og hann hefur stundað TM allt fram á þennan dag.

Dagskipunin er einföld, tvisvar á dag sestu niður í tuttugu mínútur í kyrrð, lygnir aftur augum og hefur yfir möntru sem skapar innri frið og sálarró.

David Lynch messar yfir áhorfendum.
David Lynch messar yfir áhorfendum. Morgunblaðið/hag
Fjölmenni er á fyrirlestri David Lynch um innhverfa íhugun.
Fjölmenni er á fyrirlestri David Lynch um innhverfa íhugun. Morgunblaðið/RAX
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka