Spike Lee gerir mynd um Kobe Bryant

Kobe Bryant og Dirk Nowitzki
Kobe Bryant og Dirk Nowitzki Lucy Nicholson

Leikstjórinn Spike Lee er með allsérstæða heimildamynd í farvatninu, en hún fjallar um Kobe Bryant, hinn umtalaða leikmann Los Angeles. Myndin heitir Kobe Doin' Work og gerist í einum leik, en Lee nýtti sér þrjátíu myndavélar til að ná hverri einustu hreyfingu, brosviprum og kippum inn á band.

Myndin er innblásin af listrænu heimildarmyndinni Zidane: A 21st Century Portrait, sem fjallar um Zinedine Zidane og fylgdi sömu formerkjum. Leikurinn sem var til grundvallar var á milli Lakers og San Antonio Spurs og fór fram 13. apríl í fyrra. Byant hljóðritaði svo athugasemdir sínar um framgang leiksins. Það er þá Bruce gamli Hornsby, af öllum mönnum („The Way it is“), sem sér um tónlistina.

Kobe Bryant
Kobe Bryant MIKE CASSESE
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar