Íslandi spáð góðu gengi í Moskvu

Jóhanna Guðrún leggur af stað til Moskvu í morgun.
Jóhanna Guðrún leggur af stað til Moskvu í morgun. mbl.is/hag

Íslenski Eurovisionhópurinn hélt í morgun af stað áleiðis til Moskvu en Jóhann Guðrún Jónsdóttir syngur þar í fyrri undanúrslitum keppninnar 12. maí. Veðbankar virðast spá Jóhönnu Guðrúnu góðu gengi. Vilji menn veðja á lagið hjá William Hill eru líkurnar taldar 12 á móti einum að það sigri í undanúrslitunum og aðeins fjórar þjóðir eru taldar líklegri: Tyrkir, Maltverjar, Svíar og Bosníumenn.

Þá telur veðbankinn líkurnar á sigri Íslands í keppninni vera 25 á móti einum en sömu líkur eru taldar á að Svíar, Maltverjar, Frakkar og Þjóðverjar sigri. Norðmenn eru taldir sigurstranglegastir en á eftir þeim koma Grikkir, Tyrkir, Bretar, Úkraínumenn, Bosníumenn og Aserar.

Þýska lagið þótti lengi vel lítt sigurstranglegt en þegar fréttir bárust af því að nektardansmærin Dita von Teese hefði bæst í þýska hópinn jukust sigurlíkur lagsins til muna, að mati stjórnenda William Hill. Voru líkurnar hækkaðar snarlega úr 250 á móti einum í 25 á móti 1.

William Hill

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar