Ofurhetjan Wolverine vinsæl

Hugh Jackman brosti breitt á frumsýningunni á X-Men Origins: Wolverine
Hugh Jackman brosti breitt á frumsýningunni á X-Men Origins: Wolverine Reuters

Kvik­mynd­in X-Men Orig­ins: Wol­ver­ine hef­ur held­ur bet­ur slegið í gegn vest­an­hafs en hún skilaði um 87 millj­ón­um Banda­ríkja­dala í kass­ann fyrstu sýn­ing­ar­dag­ana en hún var frum­sýnd á fimmtu­dag. Hún er þó ekki jafn vin­sæl og for­ver­inn, kvik­mynd­in X2: X-Men United, sem skilaði 102,1 millj­ón dala í kass­ann fyrstu dag­ana eft­ir frum­sýn­ingu í Banda­ríkj­un­um árið 2003.

Wol­ver­ine (Hugh Jackm­an) lif­ir ein­földu og ein­öngruðu lífi með unn­ustu sinni þegar Vikt­or bróðir hans drep­ur hana. Wol­ver­ine leit­ar hefnda fyr­ir morðið og ör­lög­in haga því þannig að hann fer í gegn­um hið stökk­breytta vopna­kerfi sem kallað er X og verður sá hrika­legi Wol­ver­ine sem við þekkj­um úr X-Men-mynd­un­um þrem­ur. Leik­stjóri mynd­ar­inn­ar er Gavin Hood en með helstu hlut­verk fara:  Hugh Jackm­an, Ryan Reynolds, Liev Schrei­ber og Dom­inic Monag­h­an.

Önnur vin­sæl­asta mynd­in vest­an­hafs um helg­ina er Ghosts of Gir­lfriends Past, með Matt­hew McCon­aug­hey og Jenni­fer Garner í aðal­hlut­verki. En mynd­in hef­ur skilað 15,3 millj­ón­um dala í kass­ann.

Hugh Jackman og Liev Schreiber takast á
Hugh Jackm­an og Liev Schrei­ber tak­ast á Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér finnst vinir þínir vilja stefna þér til einhvers, sem þér fellur ekki. Heimurinn stöðvast ekki þótt eitthvað bjáti á svo þér er best að halda áfram.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Krabbi

Sign icon Þér finnst vinir þínir vilja stefna þér til einhvers, sem þér fellur ekki. Heimurinn stöðvast ekki þótt eitthvað bjáti á svo þér er best að halda áfram.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason