Ofurhetjan Wolverine vinsæl

Hugh Jackman brosti breitt á frumsýningunni á X-Men Origins: Wolverine
Hugh Jackman brosti breitt á frumsýningunni á X-Men Origins: Wolverine Reuters

Kvikmyndin X-Men Origins: Wolverine hefur heldur betur slegið í gegn vestanhafs en hún skilaði um 87 milljónum Bandaríkjadala í kassann fyrstu sýningardagana en hún var frumsýnd á fimmtudag. Hún er þó ekki jafn vinsæl og forverinn, kvikmyndin X2: X-Men United, sem skilaði 102,1 milljón dala í kassann fyrstu dagana eftir frumsýningu í Bandaríkjunum árið 2003.

Wolverine (Hugh Jackman) lifir einföldu og einöngruðu lífi með unnustu sinni þegar Viktor bróðir hans drepur hana. Wolverine leitar hefnda fyrir morðið og örlögin haga því þannig að hann fer í gegnum hið stökkbreytta vopnakerfi sem kallað er X og verður sá hrikalegi Wolverine sem við þekkjum úr X-Men-myndunum þremur. Leikstjóri myndarinnar er Gavin Hood en með helstu hlutverk fara:  Hugh Jackman, Ryan Reynolds, Liev Schreiber og Dominic Monaghan.

Önnur vinsælasta myndin vestanhafs um helgina er Ghosts of Girlfriends Past, með Matthew McConaughey og Jennifer Garner í aðalhlutverki. En myndin hefur skilað 15,3 milljónum dala í kassann.

Hugh Jackman og Liev Schreiber takast á
Hugh Jackman og Liev Schreiber takast á Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir