Hæstiréttur ræðir um bert brjóst

Janet Jackson grípur um brjóst sér eftir klæðnaðarbilunina.
Janet Jackson grípur um brjóst sér eftir klæðnaðarbilunina. AP

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur skipað áfrýjunardómstóli, að taka á ný fyrir mál sem reis vegna „klæðnaðarbilunarinnar" hjá söngkonunni Janet Jackson þegar hún skemmti ásamt Justin Timberlake í hléi  í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar árið 2004.

Mikið uppnám varð vegna þess að í miðju lagi greip Timberlake í hlíf, sem var á leðurbúningi Jackson og við blasti bert brjóst söngkonunnar.  Talið er að 90 milljónir manna hafi fylgst með beinni sjónvarpsútsendingu CBS sjónvarpsstöðvarinnar og 542 þúsund kvartanir bárust til stöðvarinnar í kjölfarið.

Stofnun, sem hefur eftirlit með bandarískum sjónvarpsstöðvum, tók málið fyrir og ákvað að sekta CBS um 550 þúsund dali. Sjónvarpsstöðin vísaði málinu til áfrýjunardómstóls í Pennsylvaníu sem ógilti ákvörðun stofnunarinnar á þeirri forsendu, að hún hefði verið gerræðisleg. Brjóstaberunin hefði aðeins sést í 9/16 úr sekúndu og geti því varla talist stórvægilegt brot.

Nú hefur hæstiréttur gert áfrýjunardómstólnum að fjalla á ný um málið.  Þessi niðurstaða kemur í kjölfar nýlegs dóms hæstaréttar, sem komst að þeirri niðurstöðu, að réttmætt væri að sekta sjónvarpsstöðvar ef viðmælendur þeirra blótuðu eða notuðu önnur ljót orð í beinum útsendingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir