Nýr danskur prins

Jóakim sýnir blaðamönnum hvað sonur hans er stór.
Jóakim sýnir blaðamönnum hvað sonur hans er stór. AP

Þau Marie prinsessa í Danmörku og Jóakim prins, eignuðust í nótt son, sem er sjöundi í röðinni til ríkiserfða þar í landi. Drengurinn var 49 sentimetra langur og 12 merkur að þyngd þegar hann fæddist.

Þetta er fyrsta barn þeirra Marie og Jóakims, sem giftu sig á síðasta ári. Jóakim á tvo syni með fyrri eiginkonu sinni, Alexöndru prinsessu.  Margrét Danadrottning og Hinrik prins eiga nú 5 barnabörn.

Marie var flutt á danska Rigshospitalet í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Ekki hafði verið gert ráð fyrir fæðingunni fyrr en 16. maí. Allt gekk vel og  drengurinn kom í heiminn klukkan 4:57 að dönskum tíma.

Jóakim vildi ekki upplýsa í morgun hvað drengurinn eigi að heita. „Ég hef sagt það áður og segi það enn: Hann gæti heitið allt frá Ib til  Nebúkaneser," sagði hann.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar