Fékk besta starf í heimi

Englendingurinn Ben Southall fékk í morgun „besta starf í heimi": að hafa umsjón með  hitabeltiseyju sem er skammt frá ströndum Queensland í Ástralíu. 34 þúsund umsóknir bárust um starfið en 16 voru valdir út og hafa síðustu daga reynt að sýna áströlskum ferðamálayfirvöldum fram á, að þeir væru best fallnir til að gegna starfinu.

Southall er 34 ára og hefur starfað við að skipuleggja góðgerðasamkomur. Hann mun nú verja næstu sex mánuðum á Hamiltoneyju við kóralrifið mikla við að kafa og sigla við eyjuna og blogga um reynslu sína og koma svæðinu á framfæri við umheiminn. Fyrir þetta fær hann  jafnvirði 13 milljóna króna í laun. 

Yfirmenn ferðamálaráðs í Queensland sögðu, að þeir hefðu verið hrifnir af umsókn Southalls og hann hefði komið vel fyrir.  Peter Lawlor, ferðamálaráðherra, sagðist viss um að Southall muni standa sig vel. 

Allt þetta mál hefur raunar veitt Queensland mikla auglýsingu. Er hin gríðarlega athygli, sem umsóknarferlið hefur vakið um allan heim metin á nærri 14 milljarða króna.    

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir