Umtalað partí á Metropolitan

Kiefer Sutherland með föður sínum Donald Sutherland
Kiefer Sutherland með föður sínum Donald Sutherland Reuters

Margt bar til tíðinda í tengslum við samkvæmi sem haldið var á Metropolitan Museum of Art safninu í New Yorkí Bandaríkjunum um helgina.  

Vakti það m.a. athygli að söngkonurnar Rihanna og Madonna mættu í samkvæmið. Þá er leikarinn Kiefer Sutherland sagður hafa skallað fatahönnuð í eftirpartíi að samkvæminu loknu og nefbrotið hann.

Ekki hefur verið greint frá því hvernig á árekstri Sutherland og hönnuðarins Jack McColloughs stóð að öðru leyti en því að deilur þeirrahafi tengst leikkonunni Brooke Shields, sem einnig var í samkvæminu.

Sutherland er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hörkutólið Jack Bauer í sjónvarpsþáttaröðinni '24'.

Fjöldi stjana sótti samkvæmið, þeirra á meðal Justin Timberlake, Kate Moss, Helena Christensen, Marc Jacobs, Bruce Willis og Cindy Crawford.

Söngkonan Madonna tók samkvæmið fram yfir réttarhöld í ættleiðingarmáli sínu …
Söngkonan Madonna tók samkvæmið fram yfir réttarhöld í ættleiðingarmáli sínu í Malaví. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tafir, ruglingur og samskiptaörðugleikar í vinnunni munu setja svip sinn á þennan mánuð. En aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þá er það þolinmæðin sem gildir.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar