Enn fækkar vinum Jacksons

Michael Jackson
Michael Jackson Reuters

Fyrrum fjölmiðlafulltrúi popparans Michael Jackson hefur stefnt honum fyrir samningrof. Raymone Bain var fjölmiðlafulltrúi Jackson er réttað var yfir honum vegna ásakana um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum árið 2005 og stjórnaði í framhaldi af því fyrirtæki hans. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters.

Bain krefur Jackson nú um 44 milljónir Bandaríkjadala í bætur vegna vanefnda. Hún hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem hún segist harma það mjög að þurfa að stefna Jackson þar sem hún hafi litið upp til hans og borið mikla virðingu fyrir honum.

„Því miður hefur herra Jackson valið að virða ekki fjárhagslegar samningsbundnar skuldbindingar sínar við mig þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir mínar til að ná sátt í málinu. Það veldur mér miklum vonbrigðum að hann skuli ekki standa við skuldbindingar sínar,” segir í yfirlýsingu hennar.

Bain segist í yfirlýsingunni hafa verið fjölmiðlafulltrúi Jacksons frá árinu 2003 og að frá árinu 2006 hafi hún haft yfirumsjón með öllum viðskiptum hans, verið umboðsmaður hans og séð um húsnæðis, ferða og öryggismál hans. Þá segir hún að samið hafi verið um að hún fengi 10% af öllum tekjum hans en að við það hafi hann ekki staðið.

Jackson, sem búið hefur í Bahrain og á Írlandi, frá því hann var sýknaður af ákærunni hefur átt við mikla fjárhagsörðugleika að etja og hefur m.a. þurft að selja hinn glæsta Neverland búgarð sinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar