Enn fækkar vinum Jacksons

Michael Jackson
Michael Jackson Reuters

Fyrr­um fjöl­miðlafull­trúi popp­ar­ans Michael Jackson hef­ur stefnt hon­um fyr­ir samningrof. Raymo­ne Bain var fjöl­miðlafull­trúi Jackson er réttað var yfir hon­um vegna ásak­ana um kyn­ferðis­legt of­beldi gegn börn­um árið 2005 og stjórnaði í fram­haldi af því fyr­ir­tæki hans. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Reu­ters.

Bain kref­ur Jackson nú um 44 millj­ón­ir Banda­ríkja­dala í bæt­ur vegna vanefnda. Hún hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins þar sem hún seg­ist harma það mjög að þurfa að stefna Jackson þar sem hún hafi litið upp til hans og borið mikla virðingu fyr­ir hon­um.

„Því miður hef­ur herra Jackson valið að virða ekki fjár­hags­leg­ar samn­ings­bundn­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar við mig þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir mín­ar til að ná sátt í mál­inu. Það veld­ur mér mikl­um von­brigðum að hann skuli ekki standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar,” seg­ir í yf­ir­lýs­ingu henn­ar.

Bain seg­ist í yf­ir­lýs­ing­unni hafa verið fjöl­miðlafull­trúi Jacksons frá ár­inu 2003 og að frá ár­inu 2006 hafi hún haft yf­ir­um­sjón með öll­um viðskipt­um hans, verið umboðsmaður hans og séð um hús­næðis, ferða og ör­ygg­is­mál hans. Þá seg­ir hún að samið hafi verið um að hún fengi 10% af öll­um tekj­um hans en að við það hafi hann ekki staðið.

Jackson, sem búið hef­ur í Bahrain og á Írlandi, frá því hann var sýknaður af ákær­unni hef­ur átt við mikla fjár­hags­örðug­leika að etja og hef­ur m.a. þurft að selja hinn glæsta Neverland búg­arð sinn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Sporðdreki

Sign icon Það fer best á því að þú vinnir út af fyrir þig í dag. Í einkalífinu mun gamall vinur koma þér til hjálpar með ferskum hugmyndum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir