Jóhanna Guðrún söng í keppniskjólnum

Jóhanna Guðrún á æfingunni í dag.
Jóhanna Guðrún á æfingunni í dag. mynd/EBU

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir æfði á ný í dag á sviðinu í Moskvu þar sem Eurovision söngvakeppnin fer fram í næstu viku. Fram kemur á vef keppninnar, að íslenski hópurinn hafi verið afar ánægður með æfinguna en Jóhanna Guðrún klæddist bláum kjól, sem hún mun einnig klæðast í keppninni sjálfri.

Á vefnum eurovison.tv. segir, að augljóst hafi verið á æfingunni í dag hvers vegna íslenska þjóðin féll fyrir Jóhönnu Guðrúnu. Hún hafi flutt ballöðuna Is It True? með sannfærandi hætti. Engar stórvægilegar breytingar hafi verið gerðar frá fyrstu æfingunni á mánudag en þó hafi verið ákveðið að sýna búningana, sem notaðir verði í fyrri undanúrslitunum á þriðjudaginn. Jóhanna Guðrún klæddist bláum kjól og bakraddasöngvararnir voru í bláum og gráum búningum.

Vefurinn segir, að tónlistarmennirnir hreyfi sig lítið á sviðinu en þeim sé stjórnað á mjög áhrifaríkan hátt.

Síðar í dag verða Íslendingarnir með blaðamannafund og annað kvöld verður móttaka í íslenska sendiráðinu í Moskvu fyrir íslenska hópinn.

Æfingin í dag

Myndir af æfingunni í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar