M&S tapaði brjóstahaldabardaga

Reuters

Breska verslunarkeðjan Marks & Spencer varð að játa sig sigraða í dag þegar verð á brjóstahöldurum í stórum númerum var lækkað og er nú það sama og á þeim minni.

Þrettán þúsund manns skrifuðu undir áskorun á samskiptavefnum Facebook þess efnis að stóru brjóstahaldararnir yrðu lækkaðir.  Beckie Williams, 26 ára gömul kona, sem stóð fyrir undirskriftasöfnuninni, var afar ánægð í morgun þegar M&S auglýsti verðlækkunina í heilsíðuauglýsingum í öllum helstu blöðum landsins.

„Ég er afar ánægð fyrir hönd allra kvennanna í hópnum," sagði Williams við GMTV sjónvarpsstöðina. 

Hópurinn,  Busts 4 Justice, sagði að 2 punda aukagjald (380 króna) M&S á brjóstahöld sem eru af stærðinni DD og stærri, væri glæpsamlega óréttlátt. Williams keypti hlutabréf fyrir 3,40 pund í M&S svo hún gæti mætt á aðalfund félagsins í júlí og tekið málið upp þar. 

M&S hafði áður sagt, að verðlagning á brjóstahöldurum væri réttlát en í morgun sagði talsmaður fyrirtækisins, að verð á þessari flík yrði það sama í verslununum án tillits til stærðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Notaðu dagbókina þína, þú veist, þessa sem einhver keypti handa þér fyrir óralöngu. Maki þinn eykur tekjur sínar og fólk kemur til þín færandi hendi.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar