Bjóst við meiri móðursýki

„Ég er bara nokkuð slakur. Það er ekki mikil pressa á mér,“ segir Börkur Hrafn Birgisson, stundum kenndur við Jagúar, bjartri röddu þegar Morgunblaðið slær á hann úti í Moskvu. Hann er staddur í íslenska sendiráðinu ásamt Evróvisjónmeðreiðarsveinum og -meyjum og leyfir lífinu að leika við sig.

„Þetta er eiginlega meira eins og kærkomið frí,“ segir hann.

Tónlistin í aukahlutverki

„Lagið okkar er einfalt og ég geri ekki mikið á sviðinu. Ja, nema mæma, en það er í fyrsta skipti sem ég geri slíkt á ferlinum. Ég neita því ekki að það er dálítið skrítið fyrir svona tónlistarsnobbara eins og mig (hlær). En Evróvisjón snýst meira um „sjó“ og umgjörð en sjálfa tónlistina, alveg eins og í allri markaðs- og popptónlist. En þetta er alveg bráðskemmtilegt allt saman, það er ekki það.“

Börkur viðurkennir að hann sé pínu utangátta þarna, eins og herbergisfélagi hans, sellóleikarinn Hallgrímur J. Jensson.

„Við komum dálítið úr öðrum geira. Við höfum t.a.m. aldrei kíkt á hinn vinsæla Evróvisjónklúbb!“

Börkur treystir sér ekki til að segja fyrir um gengi lagsins.

„Þetta er samt býsna gott lag, svona einföld og saklaus poppballaða. Við hljótum að komast áfram ef tónlistargyðjan er í sanngjörnu skapi. Þessir veðbankar hérna vita svo náttúrlega ekki neitt. Þeir eru jafntraustir og greiningardeildir bankanna eða stjörnuspár.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar