Eiginkonurnar fengu að kynnast slökkvistarfinu

Eiginkonurnar fengu einnig að máta gallana.
Eiginkonurnar fengu einnig að máta gallana. Sverrir Björn Björnsson

A-vakt slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins setti í dag upp kynningardag fyrir eiginkonur slökkviliðsmanna á vaktinni. Konurnar fengu m.a. að fara í reykköfun og bjarga dúkkum úr bílflökum og sjávarháska. Um kvöldmatarleytið verður svo grillað við slökkvistöðina við Tunguháls og skemmta slökkviliðsmennirnir konum sínum fram eftir kvöldi.

Vaktir slökkviliðsmanna SHS eru fjórskiptar og eru um þrjátíu á hverri vakt. Segja má að um sé að ræða sjálfstæðar einingar og tók A-vaktin sig til og setti upp kynningu fyrir konurnar. „Þetta er til þess að efla andann á vaktinni, samheldni kvennanna auk þess sem gott er að þær viti hvað makar þeirra eru að fást við á hverjum degi,“ segir Sverrir Björn Björnsson, deildarstjóri A-vaktarinnar.

Dagurinn hófst á kynningu á slökkvistarfinu en einnig félagstuðningskerfinu, enda eru þær í bestri stöðu til að sjá hvernig menn þeirra eru stemmdir. „Við sjáum það minnst sjálfir í hvaða standi við erum og þær hafa aðstöðu til að hringja í ótengda aðila. Enginn fær því að vita hver hringdi, hvort það er einhver félagi eða eiginkonan.“ Um er að ræða andlegan stuðning vegna starfsins.

Eftir kynninguna voru settar upp fjórar vinnustöðvar, reykköfun, körfu- og  sjúkrabifreið, björgun úr bílflökum og sjóbjörgun. Sverrir Björn segir að það hafi m.a. komið þeim á óvart hversu þungar klippurnar og glennurnar eru, en þær eru m.a. notaðar til að ná fólki úr bílflökum.

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri, hélt svo yfir konunum ræðu áður en þær voru sendar í Laugar Spa síðdegis. Á meðan gerðu slökkviliðsmennirnir sig klára fyrir kvöldið, kveiktu upp í grillinu og gerðu veisluna klára.

Sverrir Björn segir kynningin hafi tekist vonum framar, en veit ekki til þess að aðrar vaktir innan SHS muni fylgja í kjölfarið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan