Margir hafa hug á því að opna nýja veitingastaði

Þrátt fyr­ir erfitt efna­hags­ástand virðast marg­ir hafa hug á því að opna nýja veit­inga- og skemmti­staði í Reykja­vík. Frá ára­mót­um hafa 15 um­sókn­ir borist til bygg­inga­full­trú­ans í Reykja­vík þar sem óskað er leyf­is til að hefja veit­ing­a­rekst­ur í hús­næði þar sem slík starf­semi hef­ur ekki verið áður.

Þegar list­inn er skoðaður sést að þetta hús­næði er víðs veg­ar um borg­ina. Miðborg­in og ná­grenni henn­ar er sem fyrr vin­sæl­asta staðsetn­ing­in, en 9 um­sókn­ir af 15 eru vegna starf­semi, sem þar er fyr­ir­huguð. Flest­ir um­sækj­enda óska eft­ir að breyta fyrr­ver­andi versl­un­ar­hús­næði í veit­ingastaði.

Ein um­sókn vek­ur sér­staka at­hygli, en það er um­sókn Fast­eigna­fé­lags­ins Eik­ar ehf. um leyfi til að inn­rétta veit­ingastað á 1., 2. og 3. hæð í húsi sem stend­ur á lóð nr. 7 við Aust­ur­stræti.

Vil­helm Pat­rick Bern­höft, um­sjón­ar­maður út­leigu hjá Eik, seg­ir að fé­lagið vilji með þessu blása lífi í miðborg­ina. Veit­inga­menn hafi tekið húsið á leigu, og þeir muni kynna fyr­ir­hugaða starf­semi al­veg á næst­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ættir að íhuga hugmynd sem einhver hefur fram að færa. Ekki láta gabbast af tilfinningauppnámi eða sorglegri sögu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Þú ættir að íhuga hugmynd sem einhver hefur fram að færa. Ekki láta gabbast af tilfinningauppnámi eða sorglegri sögu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Unni Lindell
3
Torill Thorup
4
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
5
Bjarki Bjarna­son