Margir hafa hug á því að opna nýja veitingastaði

Þrátt fyrir erfitt efnahagsástand virðast margir hafa hug á því að opna nýja veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík. Frá áramótum hafa 15 umsóknir borist til byggingafulltrúans í Reykjavík þar sem óskað er leyfis til að hefja veitingarekstur í húsnæði þar sem slík starfsemi hefur ekki verið áður.

Þegar listinn er skoðaður sést að þetta húsnæði er víðs vegar um borgina. Miðborgin og nágrenni hennar er sem fyrr vinsælasta staðsetningin, en 9 umsóknir af 15 eru vegna starfsemi, sem þar er fyrirhuguð. Flestir umsækjenda óska eftir að breyta fyrrverandi verslunarhúsnæði í veitingastaði.

Ein umsókn vekur sérstaka athygli, en það er umsókn Fasteignafélagsins Eikar ehf. um leyfi til að innrétta veitingastað á 1., 2. og 3. hæð í húsi sem stendur á lóð nr. 7 við Austurstræti.

Vilhelm Patrick Bernhöft, umsjónarmaður útleigu hjá Eik, segir að félagið vilji með þessu blása lífi í miðborgina. Veitingamenn hafi tekið húsið á leigu, og þeir muni kynna fyrirhugaða starfsemi alveg á næstunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér hættir til í hita augnabliksins að missa stjórn á skapi þínu, sem er ekki gott. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og mundu að á morgun er nýr dagur með nýjum tækifærum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir