Situr fyrir hjá Tali á tíu ára fresti

„Fólk man ennþá eftir þessum auglýsingum, og ég hélt að ég gæti ekki notað appelsínugult það sem eftir er. En ég er nýbyrjuð að kaupa mér appelsínugular flíkur aftur,“ segir fyrirsætan Anna Rakel Róbertsdóttir sem prýðir auglýsingar frá símafyrirtækinu Tali um þessar mundir.

Margir muna eflaust eftir um það bil tíu ára gömlum auglýsingum frá Tali þar sem Anna Rakel var einnig í aðalhlutverkinu, en þær vöktu á sínum tíma mikla athygli á henni sem fyrirsætu. „Enda voru þær mjög flottar og vel unnar þannig að eðlilega vöktu þær mikla athygli,“ segir fyrirsætan sem sagði já um leið og leitað var til hennar að þessu sinni. „Auglýsingastofan Vatíkanið vinnur þessar auglýsingar núna, ég þekki þá alla þannig að ég sagði já um leið.“

Auglýsingarnar nú minna um margt á þær sem gerðar voru fyrir áratug, eru einfaldar og stílhreinar, og hvergi sést í síma. „Þetta eru bara skýr skilaboð,“ segir Anna Rakel sem er annars að læra grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands um þessar mundir, og á eitt ár eftir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir