Lokaæfing fyrir undanúrslitin

Jóhanna Guðrún á æfingu í Moskvu.
Jóhanna Guðrún á æfingu í Moskvu. mynd/EBU

Lokaæfingin fyrir fyrri undanúrslit Eurovison söngvakeppninnar fór fram í dag. Að sögn vefjarins Esctoday.com, sem sérhæfir sig í Eurovision-fréttum, fengu Íslendingar, Svíar, Armenar, Tyrkir og Bosníumenn bestar viðtökur áhorfenda í salnum.

Á opinberum vef keppninnar segir, að margir áhorfendur í salnum hafi staðið upp og fagnað eftir að Jóhanna Guðrún hafði sungið. 

Fyrri undanúrslitin fara fram á morgun og þá mun Jóhanna Guðrún flytja lagið Is it True? fyrir hönd Íslands. Sýnt verður beint frá keppninni í Sjónvarpinu.

Esctoday segir, að æfingin í dag hafi gengið þokkalega en þó hafi ýmsir tæknilegir örðugleikar gert vart við sig. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Maður lærir vissulega að vera sjálfum sér nógur með því að útiloka aðra, en það er ekki besta leiðin. Hvettu aðra til að leggja sitt að mörkum til mannúðarmála.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir