Bæði jómfrú og trúlofuð

Noemi Letizia með mynd af ítalska forsætisráðherranum.
Noemi Letizia með mynd af ítalska forsætisráðherranum. AP

„Noemi Letizia, 18 ára gömul stúlka, sem komst í heimsfréttirnar fyrir skömmu þegar Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, mætti í afmælið hennar, segist í viðhafnarviðtali í ítalska vikublaðinu Chi, bæði vera hrein mey og trúlofuð.

Veronica Lario, eiginkona Berlusconis, lýsti því opinberlega yfir fyrir rúmri viku að hún vildi fá skilnað frá eiginmanni sínum vegna þess að hann væri að eltast við ólögráða stúlkur. Vísaði hún sérstaklega til þess að maður hennar hefði mætt í afmælisveislu Noemi í Mílanó. 

Nokkuð hefur hallað á forsætisráðherrann í umræðunni í kjölfarið. Nú hefur tímaritið Chi, sem er í eigu Berlusconis eins og margir aðrir ítalskir fjölmiðlar, birt viðtal við Noemi þar sem m.a. er haft eftir henni: „Það er mér mikils virði að vera jómfrú," og að hún hafi ekki enn tekið stóra skrefið. Þegar það gerist vonist hún til að það verði með kærastanum Domenico, sem ekki hefur verið nefndur til sögunnar fyrr. Í blaðinu er birt mynd af kærustuparinu að kyssast. 

Fjallað er um viðtalið á fréttavef danska blaðsins Berlinske Tidende í dag og þar segir, að Noemi vilji frekar tala um innkaupaferðir og handsnyrtingu en meint ástarsamband hennar við Silvio Berlusconi. 

Faðir Noemi sagði í viðtali við sama tímarit í síðustu viku, að Berlusconi hefði komið í afmælisveislu dóttur sinnar með hálsmen, sem metið er á 1 milljón króna vegna þess að þeir Berlusconi séu gamlir vinir.

Faðirinn hafði raunar áður þverneitað fyrir að þekkja Berlusconi og hrósaði raunar Veronicu Lario fyrir að standa á sínu gagnvart eiginmanni sínum. En í viðtalinu við Chi var komið annað hljóð í strokkinn og Berlusconi var skyndilega orðinn gamall fjölskylduvinur.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar