Já, það er satt Jóhanna - Ísland komið áfram

Jóhanna Guðrún í Moskvu.
Jóhanna Guðrún í Moskvu. AP

Ísland er á meðal þeirra 10 þjóða sem komust áfram í úrslitakeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fer fram nk. laugardag í Moskvu. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söng framlag Íslands í ár, lagið „Is it true?“ eftir Óskar Pál Sveinsson. 

Alls tóku 18 þjóðir þátt í fyrri undankeppninni sem fram fór í kvöld. Ekki kom fram í hvaða sæti Ísland lenti í kvöld. Mikil spenna ríkti því Ísland var síðasta landið af 10 sem tilkynnt var að hefði komist í úrslitin. Áhorfendur í tónlistarhöllinni í Moskvu, þar sem keppnin fór fram, voru farnir að kalla: Ísland, Ísland, þegar íslenski fáninn birtist loks í umslagi á sjónvarpsskjám.

Tyrkland, Svíþjóð, Ísrael, Portúgal, Malta, Finnland, Bosnía-Hersegóvína, Rúmenía og Armenía  komust einnig áfram í kvöld. Er þessi niðurstaða samhljóða spá, sem vefurinn Esctoday.com birti í dag og byggði á atkvæðum yfir 100 þúsund lesenda sinna.  Lesendurnir spáðu raunar Sviss 10. sæti en spáðu því einnig, að dómnefnd myndi velja Ísrael á kostnað Sviss.

Á fimmtudag fer seinni undankeppnin fram.

Malena Ernman frá Svíþjóð komst einnig áfram í kvöld.
Malena Ernman frá Svíþjóð komst einnig áfram í kvöld. Reuters
Finnarnir komust einnig áfram.
Finnarnir komust einnig áfram. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vita skaltu að það dugir ekki að sitja með hendur í skauti og halda að lífið leiti þig uppi. Það er eitt og annað sem þig langar til þess að framkvæma en lætur ógert vegna þess að þú veist ekki hvar þú átt að byrja.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Carla Kovach
5
Birgitta H. Halldórsdóttir