Óhætt er að fullyrða að flutningur Jóhönnu Guðrúnar Jónsdóttur á laginu „Is it true?“, sem er framlag Íslands í fyrri undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, hafi verið hnökralaus í Moskvu í kvöld. Það verður svo síðar í kvöld sem Evrópa svarar spurningu Jóhönnu.
Ísland var 12. þjóðin af 18 til að stíga á svið í kvöld. Það verða hins vegar aðeins 10 þjóðir sem komast áfram í úrslitin.
Aftur verða undanúrslit 14. maí og úrslitin sjálf verða 16. maí.