Jóhanna verður 7. í röðinni

Jóhanna Guðrún á sviðinu í Moskvu í kvöld.
Jóhanna Guðrún á sviðinu í Moskvu í kvöld. Reuters

Ísland verður sjöunda í röðinni í úrslitum Evróvisjón söngvakeppninnar á laugardag en dregið var í kvöld um röð þjóðanna 10, sem komust áfram úr fyrri undanúrslitunum.

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir syngur á eftir Portúgölum, sem verða sjöttu á svið en áttundu verða flytjendur, sem koma úr síðari undanúrslitunum á fimmtudag.

„Mér líður frábærlega, gæti ekki liðið betur," sagði Jóhanna eftir að úrslitin voru ljós í kvöld.

Spurð hvort hún hafi búist við að komast áfram svaraði hún: „Ég vildi ekki gera mér vonir um það, auðvitað vonaðist maður til þess en það var síðan frábært að komast áfram. Ég bjóst ekki við því en það var auðvitað markmiðið."

Jóhanna segir að flutningurinn hafi gengið mjög vel í kvöld og hún sjái ekki fram á að hann muni breytast í aðalkeppninni. „Það sem er svo frandi við þetta lag er hvað það er líka einfalt, svo ég held að einhverjar slaufur myndu skemma það," segir Jóhanna sem var mjög stressuð í græna herberginu þegar löndin sem komust áfram voru lesin upp. „Ég var mjög stressuð en það var þá enn skemmtilegra þegar við vorum loksins lesin upp."

Jóhanna ætlaði beint heim á hótel að sofa eftir að hafa spjallað við blaðamann enda uppgefin eftir langan dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka