Tónleikum Jackson aflýst?

Michael Jackson er hann kynnti fyrirhugaða tónleikana á O2 Arena …
Michael Jackson er hann kynnti fyrirhugaða tónleikana á O2 Arena í London Reuters

Hugsanlegt er að popparinn Michael Jackson þirfi að aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum í London í júlí þar sem fulltrúi hans hafði áður undirritað samninga þar sem hann skuldbindur sig til að koma ekki fram opinberlega fyrr en í maí á næsta ári. 

Samninginn gerði þáverandi umboðsmaður Jacksons við fyrirtækið AllGood Entertainment í tengslum við áform um að hann komi fram með systkinum sínum.

Patrick Allocco, framkvæmdastjóri AllGood Entertainment, segir að í samningnum, sem undirritaður var í nóvember á síðasta ári,  sé m.a. kveðið á um að þau taki  ekki þátt í öðrum sýningum sem geti skyggt á umrædda sýningu. 

„Fyrir sýningu okkar er Michael ekki heimilt að koma fram neins staðar í heiminum,” segir hann. Þá segir hann fyrirtæki sitt hafa reynt að semja um málið við Jackson en að hann neiti með öllu að viðurkenna samninginn þar sem hann hafi ekki undirritað hann sjálfur. 

Læknar eru einnig sagðir hafa ráðlagt Jackson að aflýsa tónleikunum í London þar sem hann sé allt of léttur og veikburða til að koma fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir