Tónleikum Jackson aflýst?

Michael Jackson er hann kynnti fyrirhugaða tónleikana á O2 Arena …
Michael Jackson er hann kynnti fyrirhugaða tónleikana á O2 Arena í London Reuters

Hugs­an­legt er að popp­ar­inn Michael Jackson þirfi að af­lýsa fyr­ir­huguðum tón­leik­um sín­um í London í júlí þar sem full­trúi hans hafði áður und­ir­ritað samn­inga þar sem hann skuld­bind­ur sig til að koma ekki fram op­in­ber­lega fyrr en í maí á næsta ári. 

Samn­ing­inn gerði þáver­andi umboðsmaður Jacksons við fyr­ir­tækið All­Good Entertain­ment í tengsl­um við áform um að hann komi fram með systkin­um sín­um.

Pat­rick Allocco, fram­kvæmda­stjóri All­Good Entertain­ment, seg­ir að í samn­ingn­um, sem und­ir­ritaður var í nóv­em­ber á síðasta ári,  sé m.a. kveðið á um að þau taki  ekki þátt í öðrum sýn­ing­um sem geti skyggt á um­rædda sýn­ingu. 

„Fyr­ir sýn­ingu okk­ar er Michael ekki heim­ilt að koma fram neins staðar í heim­in­um,” seg­ir hann. Þá seg­ir hann fyr­ir­tæki sitt hafa reynt að semja um málið við Jackson en að hann neiti með öllu að viður­kenna samn­ing­inn þar sem hann hafi ekki und­ir­ritað hann sjálf­ur. 

Lækn­ar eru einnig sagðir hafa ráðlagt Jackson að af­lýsa tón­leik­un­um í London þar sem hann sé allt of létt­ur og veik­b­urða til að koma fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Ljón

Sign icon Þú veist hvað þú vilt og þarft ekki annarra vitna við. Einbeittu þér málum heimilisins bæði innan veggja sem utan til að fækka áhyggjum framtíðarinnar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir