Ungfrú Kalifornía fær að halda kórónunni

Carrie Prejean, Ungfrú Kalifornía, fær að halda titlinum þrátt fyrir að ljósmyndir af henni fáklæddri hafi verið birtar á netinu. Prejean olli talsverðum titringi í Bandaríkjunum í apríl þegar hún lýsti skoðunum sínum á hjónabandi samkynhneigðra.

Auðjöfurinn Donald Trump, sem á Ungfrú alheimur, lýsti því yfir á blaðamannafundi í New York í dag að Prejean fái að vera á fram Ungfrú Kalifornía.

Fegurðardrottningin, sem er 21 árs, átti í hættu á því að verða svipt titlinum eftir að ljósmyndir af henni léttklæddri birtust á netinu. Hún hafði áður haldið því fram að hún hefði aldrei setið nakin eða hálfnakin fyrir á ljósmyndum.

Trump segir að myndirnar brjóti ekki í bága við það samkomulag sem hún gerði við skipuleggjendur keppninnar.

„Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að það er í lagi með myndirnar sem voru teknar af henni,“ sagði auðjöfurinn. „Sumar voru mjög fallegar, aðrar djarfari, en við erum stödd á 21. öldinni [...] Í mörgum tilfellum er um að ræða fremur fallegar myndir.“

Á blaðamannafundinum gagnrýndi Prejean harðlega þá sem láku myndunum, sem voru teknar þegar hún var að stíga sín fyrstu spor sem fyrirsæta 17 ára gömul, og þá sagðist hún hafa verið lögð í einelti vegna andstöðu hennar við hjónaband samkynhneigðra.

Carrie Prejean á blaðamannafundinum í New York í dag.
Carrie Prejean á blaðamannafundinum í New York í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir