Voru að farast úr spenningi

Jóhanna Guðrún á sviðinu í kvöld.
Jóhanna Guðrún á sviðinu í kvöld. Reuters

„Við vorum gjörsamlega að farast úr spenningi,“ sagði Óskar Páll Sveinsson höfundur framlags Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöldfréttum RÚV eftir fyrri undankeppnina, sem fór fram í Moskvu í kvöld.

„Spennan var orðin alveg fáránleg. Það á ekki að gera manni þetta að vera í síðasta umslaginu. Þetta var aðeins of mikið,“ sagði Óskar Páll í samtali við Sigmar Guðmundsson, og vísaði til þess að Ísland var 10. og síðasta þjóðin sem var kölluð upp í höllinni í Moskvu í kvöld.

„Þetta var æðislegt,“ sagði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég var alveg að fara á taugum. Þetta var mikill léttir,“sagði hún í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

„Ég gæti ekki verið ánægðari,“ bætti hún við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að uppgötva nýja hluti og þarft að gefa þér tíma til að njóta þeirra sem best þú getur. Þú átt á hættu að vera misskilinn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar