Voru að farast úr spenningi

Jóhanna Guðrún á sviðinu í kvöld.
Jóhanna Guðrún á sviðinu í kvöld. Reuters

„Við vorum gjörsamlega að farast úr spenningi,“ sagði Óskar Páll Sveinsson höfundur framlags Íslands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í kvöldfréttum RÚV eftir fyrri undankeppnina, sem fór fram í Moskvu í kvöld.

„Spennan var orðin alveg fáránleg. Það á ekki að gera manni þetta að vera í síðasta umslaginu. Þetta var aðeins of mikið,“ sagði Óskar Páll í samtali við Sigmar Guðmundsson, og vísaði til þess að Ísland var 10. og síðasta þjóðin sem var kölluð upp í höllinni í Moskvu í kvöld.

„Þetta var æðislegt,“ sagði Jóhanna Guðrún Jónsdóttir eftir að úrslitin höfðu verið kunngjörð. „Ég var alveg að fara á taugum. Þetta var mikill léttir,“sagði hún í kvöldfréttum Sjónvarpsins.

„Ég gæti ekki verið ánægðari,“ bætti hún við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir