Rybak hrifinn af Jóhönnu

Alexander Rybak með fiðluna sína.
Alexander Rybak með fiðluna sína. Reuters

Söngvarinn Alexander Rybak, sem keppir fyrir hönd Noregs í Evróvisjón söngvakeppninni í Moskvu, segir í samtali við norska blaðið VG, að lög Íslands og Makedóníu hafi kallað fram bros hjá sér þegar fyrri undanúrslit keppninnar fóru fram í gærkvöldi.

„Það gerði Búlgaría raunar líka en af öðrum ástæðum," bætti Rybak við. Hvorki Makedónía né Búlgaría komust áfram í úrslitin.

Margir veðja á að Rybak, sem á 23 ára afmæli í dag, vinni keppnina á laugardag.  Í morgun kom raunar babb í bátinn þegar danska Ekstra Bladet upplýsti, að Rybak hefði verið boðið á heimili rússneska poppsöngvarans Philipps Kirkorov, sem jafnframt er formaður rússnesku dómnefndarinnar. Þar hafi verið skálað í vodka og snæddur kavíar. 

Norskir fjölmiðlar velta því fyrir sér í dag hvort þetta muni hafa áhrif á þátttöku Rybaks og leiði hugsanlega til þess að fólk greiði honum ekki atkvæði. 

Þurfum á góðum fréttum að halda 

Á blaðamannafundi, sem haldinn  var eftir undankeppnina í gærkvöldi, sagðist Jóhanna Guðrún hafa verið afar spennt þegar nöfn þeirra, landa sem komust áfram, voru lesin upp. „Ég grét, ég sem aldrei græt," sagði hún.

Jóhanna Guðrún sagði einnig aðspurð, að það hafi verið gott fyrir íslenska þjóðarsál að hún komst áfram í keppninni. „Landið okkar þarf á góðum fréttum að halda," sagði hún og þakkaði öllum sem kusu hana.

Sænska messósópransöngkonan Malena Ernman komst einnig áfram í úrslitin. Þegar hún var spurð á blaðamannafundinum hvort hún gæti hugsað sér að taka aftur þátt í Evróvisjón svaraði hún: „Ef ég verð nógu drukkin á næsta ári kynni ég að segja já."

Jóhanna Guðrún þakkar áhorfendum í Moskvu í gærkvöldi.
Jóhanna Guðrún þakkar áhorfendum í Moskvu í gærkvöldi. Reuters
Malena Ernman á sviðinu í Moskvu.
Malena Ernman á sviðinu í Moskvu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar