Rybak hrifinn af Jóhönnu

Alexander Rybak með fiðluna sína.
Alexander Rybak með fiðluna sína. Reuters

Söngv­ar­inn Al­ex­and­er Ry­bak, sem kepp­ir fyr­ir hönd Nor­egs í Evr­óvi­sjón söngv­akeppn­inni í Moskvu, seg­ir í sam­tali við norska blaðið VG, að lög Íslands og Makedón­íu hafi kallað fram bros hjá sér þegar fyrri undanúr­slit keppn­inn­ar fóru fram í gær­kvöldi.

„Það gerði Búlga­ría raun­ar líka en af öðrum ástæðum," bætti Ry­bak við. Hvorki Makedón­ía né Búlga­ría komust áfram í úr­slit­in.

Marg­ir veðja á að Ry­bak, sem á 23 ára af­mæli í dag, vinni keppn­ina á laug­ar­dag.  Í morg­un kom raun­ar babb í bát­inn þegar danska Ekstra Bla­det upp­lýsti, að Ry­bak hefði verið boðið á heim­ili rúss­neska popp­söngv­ar­ans Phil­ipps Kir­korov, sem jafn­framt er formaður rúss­nesku dóm­nefnd­ar­inn­ar. Þar hafi verið skálað í vod­ka og snædd­ur kaví­ar. 

Norsk­ir fjöl­miðlar velta því fyr­ir sér í dag hvort þetta muni hafa áhrif á þátt­töku Ry­baks og leiði hugs­an­lega til þess að fólk greiði hon­um ekki at­kvæði. 

Þurf­um á góðum frétt­um að halda 

Á blaðamanna­fundi, sem hald­inn  var eft­ir undan­keppn­ina í gær­kvöldi, sagðist Jó­hanna Guðrún hafa verið afar spennt þegar nöfn þeirra, landa sem komust áfram, voru les­in upp. „Ég grét, ég sem aldrei græt," sagði hún.

Jó­hanna Guðrún sagði einnig aðspurð, að það hafi verið gott fyr­ir ís­lenska þjóðarsál að hún komst áfram í keppn­inni. „Landið okk­ar þarf á góðum frétt­um að halda," sagði hún og þakkaði öll­um sem kusu hana.

Sænska messósópr­an­söng­kon­an Malena Ernman komst einnig áfram í úr­slit­in. Þegar hún var spurð á blaðamanna­fund­in­um hvort hún gæti hugsað sér að taka aft­ur þátt í Evr­óvi­sjón svaraði hún: „Ef ég verð nógu drukk­in á næsta ári kynni ég að segja já."

Jóhanna Guðrún þakkar áhorfendum í Moskvu í gærkvöldi.
Jó­hanna Guðrún þakk­ar áhorf­end­um í Moskvu í gær­kvöldi. Reu­ters
Malena Ernman á sviðinu í Moskvu.
Malena Ernman á sviðinu í Moskvu. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Tvíburar

Sign icon Samræður við fjölskyldumeðlimi gætu farið úr böndunum í dag. Láttu aðra vita af því hvað þér þykir vænt um þá.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sebastian Richel­sen
2
Lone Theils
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Guðrún J. Magnús­dótt­ir
5
Jón­ína Leós­dótt­ir